Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2018 11:45 Gínan sem situr við stýri Tesla Roadster-bílsins hefur hlotið nafnið Stjörnumaðurinn eftir lagi Davids Bowie. Vísir/AFP Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan. Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Svo virðist sem að þriðji og síðasti bruni Falcon Heavy-eldflaugarinnar sem geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft í gær hafi verið öflugri en til stóð. Upphaflega átti Tesla-bifreiðin sem skotið var á loft að nálgast Mars en nú stefnir hann á smástirnabeltið á milli Mars og Júpíters. Elon Musk, eigandi SpaceX, tísti í nótt skýringarmynd sem sýnir endanlegan stefnuferil rafbílsins. Hann stefnir nú út fyrir braut rauðu reikistjörnunnar. Musk hafði áður sagt að afar litlar líkur væru á að bíllinn gæti á endanum rekist á Mars. Ekki liggur fyrir hvað áhrif þessi nýi ferill hefur á möguleika bílsins á að rekast á fyrirbæri í sólkerfinu, að því er segir í frétt The Verge.Third burn successful. Exceeded Mars orbit and kept going to the Asteroid Belt. pic.twitter.com/bKhRN73WHF— Elon Musk (@elonmusk) February 7, 2018 Starfsmenn SpaceX og áhorfendur fögnuðu gífurlega þegar tvö þrep eldflaugarinnar lentu á sama tíma aftur á Flórída. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt hefur verið gert.SpaceXGeimskotið í gær var fyrsta tilraunaflug Falcon Heavy-eldflaugar SpaceX. Hún er öflugasta eldflaug sem er í notkun og getur borið meira en tvöfalt meiri þyngd upp á lága braut á jörðu en næstöflugasta eldflaugin. Enga síður er Falcon Heavy aðeins hálfdrættingur á við Saturn V-eldflaugarnar sem skutu mönnum til tunglsins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. Farmur eldflaugarinnar var Tesla Roadster-rafbíll Musk en hann er einnig eigandi rafbílaframleiðandans. Um borð var gína klædd í geimbúning og spilaði bíllinn lög Davids Bowie „Life on Mars“ og „Space Oddity“ endurtekið.Falcon Heavy-eldflaugin stendur saman af þremur Falcon-eldflaugum SpaceX. Tvö hliðarþrep eldflaugarinnar náðu aftur til jarðar í heilu lagi.SpaceXFyrsta skipti sem tveimur eldflaugarþrepum er lent samtímisÞúsundir áhorfenda fylgdust með geimskotinu frá Kennedy-geimmiðstöðunniá Flórída og um þrjár milljónir manna fylgdust með beinni vefútsendingu frá því, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Það gekk að nær öllu leyti upp. Eldflaugin kom rafbílnum sem var farmur eldflaugarinnar á braut út í sólkerfið. Þá náði SpaceX sögulegum áfanga þegar því tókst að láta tvo hluta eldflaugarinnar lenda aftur mjúklega á jörðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. „Það var líklega það mest spennandi sem ég hef séð, bókstaflega nokkurn tímann,“ sagði Musk ánægður. Hins vegar mistókst að lenda stærsta hluta eldflaugarinnar. Eldsneyti hans var uppurið og náði hann því ekki að stöðva sig á palli úti í Atlantshafi eins og til stóð heldur skall á sjónum á miklum hraða. Markmið Musk með því að lenda eldflaugarþrepunum frekar en að leyfa þeim að brenna upp í lofthjúpi jarðar er að draga verulega úr kostnaði við geimskot í framtíðinni.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar eldflaugarþrepin tvö lentu heilu og höldnu á Flórída eftir geimskotið.Hægt er að sjá eldflaugarskotið frá upphafi í myndbandi SpaceX hér fyrir neðan.
Geimurinn Júpíter Mars SpaceX Tækni Tengdar fréttir Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00 Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Allt gekk eins og í sögu hjá SpaceX Falcon Heavy eldflaugar fyrirtækisins lentu allar í heilu lagi og Stjörnumaðurinn er á leið í átt að mars. 6. febrúar 2018 21:00
Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. 5. febrúar 2018 18:45