Föst nauðug á sama stað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Sunna Elvira Þorkelsdóttir. Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. „Hvort það er einhver skriffinnska eða lögreglan þarna ytra veit ég ekki,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu hér heima. Hann segir íslensku lögregluna ekki hafa komið í veg fyrir flutninginn og Sjúkratryggingar Íslands hafi talið allt klappað og klárt þeirra megin. „Þetta eru væntanlega spænsk lögregluyfirvöld að reyna að pressa á að fá einhverjar upplýsingar og henni er í rauninni haldið nauðugri,“ segir Páll og bendir á að maður Sunnu sé í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna máls sem virðist teygja anga sína til Spánar. „Ég veit ekki hvort þeir eru að reyna að koma einhverri óeðlilegri pressu á hann og beiti henni með þessum hætti.“ Páll segist verulega ósáttur við hvernig tekið hefur verið á málinu hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Þegar ég spurði þá hvort verið væri að nota hana sem einhvers konar pressu eða þrýsting á að ná fram einhverjum upplýsingum beið ég í fjóra daga eftir svari og var svo bara vísað á borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, sem hefur eðli málsins samkvæmt ekkert með lögreglumál að gera,“ segir Páll. Hann bíður nú svars frá lögreglunni en hann hefur óskað sérstaklega eftir því að hún beiti sér fyrir því að Sunnu verði sleppt enda sé henni ekki haldið nauðugri að kröfu íslensku lögreglunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. „Hvort það er einhver skriffinnska eða lögreglan þarna ytra veit ég ekki,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu hér heima. Hann segir íslensku lögregluna ekki hafa komið í veg fyrir flutninginn og Sjúkratryggingar Íslands hafi talið allt klappað og klárt þeirra megin. „Þetta eru væntanlega spænsk lögregluyfirvöld að reyna að pressa á að fá einhverjar upplýsingar og henni er í rauninni haldið nauðugri,“ segir Páll og bendir á að maður Sunnu sé í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna máls sem virðist teygja anga sína til Spánar. „Ég veit ekki hvort þeir eru að reyna að koma einhverri óeðlilegri pressu á hann og beiti henni með þessum hætti.“ Páll segist verulega ósáttur við hvernig tekið hefur verið á málinu hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. „Þegar ég spurði þá hvort verið væri að nota hana sem einhvers konar pressu eða þrýsting á að ná fram einhverjum upplýsingum beið ég í fjóra daga eftir svari og var svo bara vísað á borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, sem hefur eðli málsins samkvæmt ekkert með lögreglumál að gera,“ segir Páll. Hann bíður nú svars frá lögreglunni en hann hefur óskað sérstaklega eftir því að hún beiti sér fyrir því að Sunnu verði sleppt enda sé henni ekki haldið nauðugri að kröfu íslensku lögreglunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54