Íbúalýðræði í borg Dóra Magnúsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Lýðræði er þegar fólkið ræður, en ekki einhver einn eða fámennur hópur“. Svona var útskýrt á Krakka-RÚV og er ekki verri skilgreining en margar aðrar. Gengið verður til sveitarstjórnakosninga í vor; lýðræðisleg aðgerð sem byggir á fulltrúalýðræði. En aðrar leiðir eru tækar til að teygja valdið yfir til fólksins þannig að íbúarnir sjálfir geti haft meiri áhrif á ýmsa þætti í rekstri og mótun; skipulag, umhverfi, skólamál, félagslega þætti og margt fleira. Reykjavíkurborg stefnir að auknu íbúalýðræði með lýðræðisstefnu sem er í mótun og hefur það að markmiði að leggja grunninn að skýrum og gagnsæjum leikreglum. Svo segir í sveitarstjórnarlögum: „Sveitarstjórn skal leitast við að tryggja íbúum sveitarfélagsins og þeim sem njóta þjónustu þess möguleika til að taka þátt í og hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins og undirbúning stefnumótunar.“ Þannig er í lögunum opnað á að borgarstjórn afsali sér hluta af valdi sínu til borgarbúa. Enda er litið svo á að þar sem vald kjörinna fulltrúa er fengið frá almenningi sé eðlilegt að borgarstjórn leitist við að virkja þátttöku borgarbúa. Sem er einmitt mergurinn málsins í tengslum við íbúalýðræði; virkja þátttöku og valdefla borgarbúa og auka traust þeirra til stjórnsýslu borgarinnar með því að veita þeim innsýn í hvernig borgarkerfið virkar, efla lýðræðisvitund borgarbúa til að styrkja félagsauð í borginni. Ýmsar leiðir eru færar í þessu tilliti fyrir utan íbúakosningar um einstök málefni. Virk upplýsingagjöf er lykilatriði fyrir utan sértæk verkefni eins og til dæmis íbúaverkefnið Hverfið mitt en þátttaka í því hefur aukist ár frá ári. Vel hefur verið hlustað eftir gagnrýni og við henni brugðist. Á sl. ári voru settir töluvert meiri fjármunir í Hverfið mitt og eru fjölmargar borgbætandi framkvæmdir bein afleiðing hugmynda íbúa í verkefninu. Aðrar leiðir til íbúalýðræðis eru reglulegir borgarafundir, aukin þátttaka íbúa í fjárhagsáætlanagerð og það sem ég tel sumpart vera mikilvægasta úrræðið; margefld hverfisráð með aukinni þátttöku íbúasamtaka hverfanna. Hverfisráð borganna eiga að vera fyrsta gátt íbúa í hverfunum fyrir samráð og hafi þau meira forræði yfir framkvæmdum og aukna ábyrgð með upplýsingamiðlun hafa þau burði til að gegna mun mikilvægara hlutverki í lýðræðisþróun Reykjavíkur. Höfundur býður sig fram í 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun