Grensásvegur og Hallgrímskirkja Dóra Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 11:42 Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað skyldu nú gatan og kirkjan eiga sameiginlegt? Jú, þær eiga það sameiginlegt að breytingar á götunni fyrir tæpum tveimur árum og bygging kirkjunnar um miðbik síðustu aldar ollu miklu ósætti. Um kirkjuna var sagt að þar birtist mannfjandsamlegur arkitektúr sem væri hvorki sæmandi Hallgrími né Kristi. Svo var talað um að þetta væri eins og útsýnisturn með tveimur skíðabrekkum og byggingunni líkt horrollu sem væri að fara úr reifunum og dragi tjásurnar á eftir sér. Að sama skapi voru margir sem höfðu afar neikvæðar skoðanir áratugum seinna á breytingum á Grensásvegi. Talað var um ofbeldi gegn bílum, miklum umferðarstíflum var spáð á götunni og stórfelldum vandræðum strætisvagna og sjúkrabíla. Reyndar voru uppi áþekk ummæli vegna breytinga á Skeiðarvogi um aldamótin. Staðreyndirnar tala sínu máli; Hallgrímskirkja er helsta kennileiti borgarinnar þrátt fyrir harða samkeppni frá Perlunni og Hörpu, okkar litla reykvíska Notre Dame, sem fólki þykir vænt um og þætti fáránlegt að kenna við mannfjandsamlegan arkítektúr Framkvæmdir á Grensásvegi hafa sömuleiðis heppnast vel, gatan er orðin vistleg, íbúar eru sáttir, það er meira pláss fyrir gangandi og hjólandi en um leið yfrið pláss fyrir akandi og umferðarstíflur á götunni heyra til algerra undantekninga. Þannig olli bygging Hörpu töluverðri gagnrýni á sínum tíma rétt eins og margir hafa líst yfir bæði ánægju og óánægju með nánast allar framkvæmdir í borginni. Sem er að sjálfsögðu eðlilegt í lýðræðissamfélagi; að allir geti tjáð sig um hluti í sínu nánasta um hverfi. Fólk er ekki sammála, manneskjan er töluverð íhaldsvera og breytingar henni oft erfiðar. Hinsvegar er mikilvægt að byggja, breyta og framkvæma í borg, það er hluti af eðlilegri borgarþróun. Núverandi meirihluti styður þéttingu byggðar og um það atriði hefur staðið styr. Pólarnir eru þétting byggðar versus nýbyggð utan við núverandi byggð en sú lausn eykur enn þann bílavanda sem borgarbúar standa frammi fyrir; sem er gríðarlegt flæði umferðar frá úthverfum og nágrannasveitarfélögum inn í borgina á morgnanna og sama flæðið út úr miðborginni síðdegis. Auk þess sem landrými á jaðri borgarinnar er einfaldlega takmarkað vegna hafs, hrauna og hálendis. Þessi umferðarstraumur verður einfaldlega ekki leystur með rándýrum mislægum gatnamótum, þó umræðan sé stundum á þeim nótunum. Reykjavík er ein dreifðasta borg í heimi sem þýðir að það eru fáir sem halda uppi þeim gæðum og þeirri þjónustu sem teljum mikilvæg í borg. Þétting byggðar þýðir einfaldlega að fleiri búa á sama svæði, og fleiri nýta sér innviði og þjónustu í borginni. Hvort sem um er að ræða verslanir, veitingastaði, almenningssamgöngur, hitaveitu, skóla eða hvað annað sem góð borg býður íbúum sínum. Sem svo þýðir að rekstrargrundvöllur þeirrar þjónustu sem boðið er upp á verður betri. Þéttari borg þýðir líka að íbúar geta valið um að sleppa einkabílnum og tekið strætó, gengið eða hjólað sem þýðir minni mengun.Dóra Magnúsdóttir er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun