Miklir vatnavextir í Grímsnesi Birgir Olgeirsson skrifar 4. febrúar 2018 21:44 Veðurfræðingur segir að draga muni hratt úr þessu ástandi í nótt. Jóhannes Geir Sigurjónsson Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður. Samgöngur Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Miklir vatnavextir hafa verið í Grímsnesi í dag og er nánast allt á flot á leiðinni milli Svínavatns og Borgar. Jóhannes Geir Sigurjónsson tók meðfylgjandi myndir af ástandinu en að sögn veðurfræðings skapast þetta ástand vegna þess að frost er í jörðu á sama tíma og mikil rigning og bráðnun á sér stað. Veðurfræðingurinn tók þó fram í samtali við Vísi að kólnað hefur nokkuð skart síðastliðna klukkutíma og mun draga fremur hratt úr vatnavöxtunum í nótt.Mynd sem Jóhannes Geir Sigurjónsson tók síðdegis.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hafa þessir vatnavextir ekki haft áhrif á umferð. Greiðfært er að mestu á Suður og Suðvesturlandi en flughált í Grafningi og á Reykjavegi. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði en snjóþekja er á Bröttubrekku. Það eru víða hálkublettir á Vestfjörðum. Snjóþekja og snjókoma er á fjallvegum og hvasst. Hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Norðurlandi vestra en snjóþekja er á Vatnsskarði og Þverárfjalli.Jóhannes Geir SigurjónssonÁ Norðausturlandi er greiðfært á flestum leiðum en snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði og hálka er á Hólasandi. Hálkublettir eru á Dettifossvegi. Á Austurlandi er víða hálka eða hálkublettir en flughált í Jökulsárhlíð. Greiðfært er með suðausturströndinni en Sólheimajökulsvegur er ófær vegna vatnavaxta.Veðurhorfur á landinu næstu daga:Á morgun:Suðvestan 13-20 m/s í nótt og á morgun og éljagangur, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Heldur hvassara og úrkomumeira vestantil á landinu um tíma síðdegis á morgun. Frost 1 til 8 stig seint á morgun, kaldast í innsveitum.Á þriðjudag:Minnkandi vestanátt og él fram yfir hádegi V-til, en léttskýjað á A-verðu landinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum NA-lands. Snýst í vaxandi suðaustanátt á SV- og V-landi um kvöldið.Á miðvikudag:Suðaustan hvassviðri með snjókomu eða rigningu um morguninn, síðan talsvert hægari suðvestanátt með éljum, fyrst V-til. Kólnar í veðri og léttir til á NA- og A-landi seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:Suðvestanátt og él, en þurrt og bjart veður á NA- og A-landi. Frost 1 til 10 stig, kaldast fyrir norðan og austan.Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir umhleypingasamt veður.
Samgöngur Veður Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira