Hefðir í rótgrónum skólum: "Morgunsöngur, uppstoppuð dýr og menningarverðmæti“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 20:00 Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Mýrarhúsaskóli er einn elsti skóli landsins. Þessi litli sveitaskóli tók til starfa 1875 en árið 1960 fluttist starfsemin í nýtt húsnæði, rétt við hliðina. Í dag er Mýrarhúsaskóla hluti af sameinuðum grunnskóla Seltjarnarness. Í skólanum hefur verið sú hefð í hávegum höfð í nær 60 ár að nemendur í tíunda bekk æfa söngleik, læra samkvæmisdans og bjóða svo foreldrum til skemmtunar. Skólastjórinn man sjálf eftir hefðinni frá sínum námsárum. „Þetta er einn af hápunktum skólaferils míns hér í skóla og óskaplega skemmtilegt,“ segir Ólína Thoroddsen, skólastjóri grunnskóla Seltjarnarness og bætir við að hefðin geri mikið fyrir skólaandann og nemendur. „Nemendurnir tala um að eftir fyrsta desember þá sé hópurinn orðinn svo samstilltur og þau svo miklir vinir. Þetta skilar þeim sem góðum hóp út í framhaldsskólann.“ Annar rótgróinn skóli er Laugarnesskóli sem teiknaður er af Einari Sveinssyni húsameistara, hann tók til starfa 1935 og er einn af elstu skólum Reykjavíkur. Morgunsöngur er sterk hefð í skólanum en á hverjum einasta morgni klukkan 9:05 safnast allir nemendur skólans saman á sal og syngja tvö lög saman. Hefðin varð til árið 1951 þegar Ingólfur Guðbrandsson kom með hugmyndina á kennarafundi. „Mér finnst þetta frábært,“ segir Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla. „Ég vitna í Vigdísi Finnbogadóttur sem sagði þetta bestu leiðina til að viðhalda íslenskri tungu. Að syngja.“ Einnig eru málverk á veggjum skólans eftir Jóhann Briem en handriðin og stytturnar eru eftir Ásmund Sveinsson. Sigríður Heiða segir nemendur bera mikla virðingu fyrir verðmætunum og ganga vel um þau. Einnig eru uppstoppuð dýr í glerkössum í salnum. „Ég sé að börnin staldra við og lesa um dýrin því það er stuttur texti hjá hverju og einu. Við nýtum þau líka í kennslu. Þessi dýr eru líka hluti af frumkvöðlastarfinu sem einkennir skólann og hófst við stofnun hans.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira