Teikn á lofti um aukna verðbólgu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2018 17:22 Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, segir brýnt að horfa til annarra áhrifaþátta en verið hefur til að meta verðbólguhorfur. Kvika Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Það er ekkert óeðlilegt að aðflutt vinnuafl, sem hefur verið öryggisventill Íslendinga, krefjist í auknum mæli bættra kjara í ljósi þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar. Íslendingar þurfa að aðlaga sig að aðstæðum og þróun sem er í gangi erlendis en ekki öfugt. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi. Tilefnið var grein sem hún skrifaði í Vísbendingu, vikurit um viðskipti og efnahagsmál, en greinin hefur vakið mikla athygli. Kveikjan að grein Kristrúnar voru birting talna um vísitölu neysluverðs sem hækkaði um 2,4% á árinu 2017. Of mikið hefur verið einblínt á sömu þættina þegar verðbólguhorfur eru metnar. Undanfarið hafa kjarasamningar, húsnæðismarkaðurinn og olíuverð farið hátt í umræðunni en Kristrún segir brýnt að horfa einnig til annarra þátta sem skipti sköpum þegar komi að verðbólguspá. Kristrún bendir á að síðastliðin ár hafi margir þættir lagst með okkur, þættir á borð við lága alþjóðlega verðbólgu, lágt olíuverð, styrkingu krónunnar, erlent vinnuafl og ferðaþjónustuna. Nú séu margir þessara þátta að þróast í aðra og óhagstæðari átt. Erlent vinnuafl var og er gríðarlegur öryggisventill fyrir Íslendinga, að sögn Kristrúnar. Eftir að hafa rýnt í launatölur í byggingageiranum hafi það blasað við að launum þessa hóps hafi verið haldið niðri og það þrátt fyrir gríðarlega manneklu.Erlent verkafólk hefur reynst Íslendingum vel. Fréttablaðið/Pjetur„Í dag erum við með um fimmtán þúsund manns í vinnuaflinu sem koma frá austur Evrópu. Þetta er mjög há tala og hefur aldrei verið jafn há,“ segir Kristrún. Kristrún segir að áhugaverð þróun eigi sér stað í Póllandi nú um mundir. Hagvöxtur sé blússandi, atvinnuleysi hafi ekki verið jafn lágt frá falli Kommúnismans og að launavöxtur sé mikill. Á sama tíma og Íslendingar flytji inn Pólverja þá flytja Pólverjar inn Úkraínumenn til að mæta eftirspurninni eftir starfskrafti. Auk þessa alls sé kaupmáttur Pólverja sem búa á hinum Norðurlöndunum miklu meiri en þeirra sem hér búa. „Ef við erum raunsæ þá þarf stór hluti að koma erlendis frá. Ég er ekkert endilega að spá því að þessu fólki muni fækka en ef við erum að sjá svona mikla fjölgun þá er ekkert óeðlilegt að þetta fólk geri meiri kröfur, sérstaklega ef það verður meðvitaðra um að það er kannski verið að borga þeim lægri laun en líka vegna þess að það getur sótt sér betri tækifæri annars staðar.“ Ef Íslendingar mæta ekki þörfum þessa vinnuafls sem mikið mæðir á þá hægir á húsnæðismarkaðnum sem mun í kjölfarið valda verðbólgu. „Við erum oft blind á þessi stóru áföll sem hafa svo ofboðslega mikil áhrif á okkur,“ segir Kristrún.Eigum að endurhugsa hvar við gefum í og hvar við stígum á bremsunaKristrún leggur þunga áherslu á að við endurskoðum áherslur okkar í launamálum. Í starfsgeira eins og byggingaiðnaðinum þar sem mannekla er mikil þurfi að hækka laun en aðrar stéttir þar sem ekki er skortur á starfsfólki þurfi að halda aftur af launahækkunum. „…því eðli málsins samkvæmt, þá ættu laun og hækkanir að fylgja framleiðninni.“Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36 Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Kviku banka og mun hún hefja störf um miðjan janúar næstkomandi. 15. desember 2017 09:36