Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 19:00 Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Fyrsta kæran barst þó árið 2013 frá ungum manni innan fjölskyldunnar sem hafði um árabil unnið úr reynslu sinni hjá Stígamótum. „Ástæðan fyrir að ég kærði er að ég veiktist og fór á spítala með mikinn kvíða tengt þessum brotum. Og þegar ég sá að það gengi ekki að fá hann til að biðja mig afsökunar eða leita sér hjálpar þá fannst mér skylda mín að kæra því ég vildi ekki lifa við það sjálfur ef þetta kæmi fyrir einhvern annan og ég hefði ekki kært,“ segir brotaþolinn. Honum fannst mikilvægt að manninum yrði vikið úr starfi og tók því sérstaklega fram við skýrslutöku hjá lögreglu að hann ynni með börnum og unglingum. „Hann var líka mikið með yngri börnum, var mikið að sækjast í þau. Þess vegna fannst mér varhugavert að hann væri alltaf að vinna með börnum.“ Brotin voru aftur á móti fyrnd og málið látið niður falla. Maðurinn hélt áfram að vinna með börnum og þá sneri systir brotaþolans sér að barnaverndaryfirvöldum. „Hún byrjaði á að hringja í félagsþjónustuna en þau vildu ekkert tala við hana. Henni var bent á barnavernd og þau vildu ekkert gera, því ég var fullorðinn. Það var eins og þetta kæmi engum við. Það væri eins og öllum væri saman. Maður að vinna hjá þeim grunaður um þetta, og öllum sama.“ Maðurinn segir kerfið hafa brugðist sér. „Í rauninni brást kerfið mér, í tilkynningaskyldunni allri. Það er búið að tilkynna þetta og hann fær að vinna áfram. Það sem fékk mig til að kæra var að hann ynni ekki áfram með börnum." Hann segir áfall að vita núna að lögregla hafi rætt við sjö brotaþola við rannsókn málsins og hafi fengið fjölmargar ábendingar. Hann segir ótrúlegt að ekki skuli vera skýrari ferlar innan lögreglu og barnaverndaryfirvalda þegar komi að kynferðisbrotum gegn börnum. „Við erum alla vega að sjá að einhver er að klikka í vinnunni sinni. En það mun náttúrulega enginn sæta ábyrgð. Það tíðkast ekki á Íslandi.“ Lengri útgáfu af viðtali við manninn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu