Sex manna fjölskylda í Hafnarfirði á sjö husky hunda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 21:00 Tara Lovísa, Aðalbjörg Birna, Jóhann Patrik og Jökull Myrkvi ásamt hundunum sjö „Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
„Ég fékk mér fyrst Husky árið 2009 og heillaðist algjörlega af tegundinni. Svo endaði ég með sjö hunda án þess að átta mig á því hvernig það gerðist“ segir Olga Rannveig Bragadóttir, flugfreyja og lögfræðingur sem býr í Vallarhverfi Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, fjórum börnum og sjö Husky hundum. Hundarnir heita Hríma, Rökkva, Jökla, Krapi, Freri, Héla og Silfra. „Fyrsta tíkin mín heillaði okkur upp úr skónum. Hún var einstök. Þá var ekkert mál að fá sér annan. Svo endaði maður á því að vilja meiri kraft og fara á sleða og skíði og svo bara kom got á þá bættist í hópinn. Þannig ég endaði með sjö,“ segir Olga Rannveig og hlær. Husky hundar koma frá Síberíu og eru ræktaðir sem þrekmiklir sleðahundar. Olga Rannveig segist þjálfa hundana allan ársins hring og reynir hún að hafa þjálfunina sem fjölbreyttasta en í vikunni fékk fréttastofa að fara með í sleðatúr. „Þau elska að draga sleða. Þau fá mestu útrásina þannig og eru mjög glöð. Þetta er uppáhaldið þeirra,“ segir Olga en eins og sést í klippunni eru hundarnir afar spenntir þegar á að leggja af stað í sleðatúr. Þá taka Olga Rannveig og hundarnir virkan þátt í sleðahundakeppnum og eru einnig dugleg að mæta á sýningar hjá hundaræktafélaginu. Eins og við má búast er algengt að fólk reki upp stór augu þegar það sér Olgu með alla hundana. Hún segir að það sé lítið mál að halda hundana þrátt fyrir að vera í fullu starfi sem flugfreyja og reka heimili með fjórum börnum. „Þetta er bara skipulagning. Maður þarf að vera eins og exel skjal og púsla öllu saman.“ Þá þekkja börnin ekkert annað en stórt hundaheimili og eru dugleg að hjálpa til. „Það er bara rosalega gott fyrir börn að alast upp við hunda. Hvort sem þeir eru einn eða sjö,“ segir Olga Rannveig.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira