Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 13:11 Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira
Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42