Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. febrúar 2018 22:44 Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Brotið á stjórnsýslulögum við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Sjá meira
Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40
Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00