Full ástæða til að óttast erfðablöndun í laxeldi Höskuldur Kári Schram og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 1. febrúar 2018 22:44 Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“ Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs á sviði rannsókna á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis segir að full ástæða sé til að óttast erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Um sextíu og sex prósent laxa í norskum ám hafa orðið fyrir erfðafræðilegum áhrifum vegna sjókvíaeldis. Doktor Kevin Glover frá Háskólanum í Björgvin í Noregi var aðalfyrirlesari á málþingi - um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna - sem erfðanefnd landbúnaðarins stóð fyrir í dag. Glover hefur rannsakað málið í mörg ár og er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á þessu sviði. Hann segir það vera áhyggjuefni hversu víða megi finna dæmi um erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa í norskum ám. „Í Noregi höfum við sagt að mikið af laxi sleppi frá fiskeldisstöðvum árum saman og við höfum beitt ýsmum aðferðum til að finna þennan lax í ám. Við sýndum fram á að þeim hafi tekist að blandast 2/3 af norskum stofnum.Með tilliti til verndar laxastofna heims höfum við áhyggjur af þessu.“ Glover segir viðbúið að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi með auknu laxeldi. „Alls staðar þar sem lax er ræktaður í námunda við viltan lax hafa menn áhyggjur. Þið ættuð því að hafa áhyggjur af þessu á Íslandi og taka málið föstum tökum. Þið þurfið að líta til Noregs og sjá hvað hefur gerst þar í því skyni að læra af reynslu Norðmanna.“ Hægt sé að lágmarka hættuna á erfðablöndun með því grípa til sérstakra aðgerða. „Þið þurfið auðvitað að samþykkja eldisstöðvar með tilliti til tiltekinna staðla þannig að smíði þeirra sé af tilteknum gæðum svo fiskur sleppi ekki auðveldlega frá þeim. Síðan þarf að fjarlægja lax sem sloppið hefur og ná þeim úr ám með vissum aðferðum. Hægt er að kafa í árnar, skoða þær og fjarlægja fiskinn. Það er viss aðferð þótt hún sé ekki sú ákjósanlegasta. Hægt er að beita aðferðum til að koma í veg fyrir æxlun með því að framleiða ófrjóan eldisfisk sem er ákjósanlegasta lausnin við erfðafræðilegt inngrip því ef sá lax sleppur og kemst upp í árnar án þess að geta fjölgað sér þá á engin erfðafræðileg víxlverkun sér stað.“
Fiskeldi Tengdar fréttir Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40 Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Segja laxeldi setja rekstur stærsta atvinnurekandans í hættu Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði 5. desember 2017 07:40
Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kílóverð á eldislaxi lækkaði skarpt í norskum krónum í fyrra. Greinendur spá áframhaldandi lækkunum. Forstjóri Arnarlax segir verðið þó sögulega hátt. Lækkanirnar séu engin "katastrófa“. Ólíklegt þykir að þær hafi afgerandi áhrif á rekstur hérlendra fiskeldisstöðva. 18. janúar 2018 08:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00