Sums staðar tífalt fleiri útlendingar Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Jökulsárlón í Skaftárhreppi er eitt þekktasta sköpunarverk íslenskrar náttúru og dregur að sér margan ferðamanninn á hverjum einasta degi ársins. Það hefur skapað gríðarlega mikla atvinnu fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu. vísir/valli Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira
Tæplega þrjátíu og átta þúsund erlendir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi á síðasta ársfjórðungi í fyrra og hafði þeim fjölgað um 16 þúsund á aðeins fjórum árum. Fjölgunin er mest í Reykjavík eða um sex þúsund manns en einnig er mikil fjölgun í Kópavogi og Reykjanesbæ. Sé hins vegar horft á hlutfallslega fjölgun hefur fjöldi erlendra ríkisborgara ellefufaldast í Skaftárhreppi og svipaða sögu er að segja af Skútustaðahreppi. Einnig vekur mikil fjölgun í Reykjanesbæ athygli. Í upphafi árs 2013 bjuggu tuttugu erlendir ríkisborgarar í Skaftárhreppi en á síðasta ársfjórðungi í fyrra var sú tala komin upp í 130. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, segir þetta hafa jákvæð áhrif á sveitarfélagið. „Þetta krefst þess að við þurfum að byggja við leikskólann sem er mjög gott og kannski merki um að sveitarfélagið sé í sókn,“ segir Sandra Brá. „Fyrst og fremst er það ferðaþjónustan sem útskýrir þetta. Erlent vinnuafl kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu og hér er fólk að setjast að.“ Þorsteinn Gunnarsson er sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Hann segir vöxtinn hafa verið ævintýralegan síðustu ár og að á síðustu þremur árum hafi íbúum fjölgað um nærri 140 sem verður að teljast mjög óvenjulegt í svo litlu sveitarfélagi eins og hreppurinn er. „Við erum nú að bíða eftir því að komast yfir fimm hundruð og eigum ekki langt í land með það. Hér eru erlendir einstaklingar að setjast að og vinna við ferðaþjónustu en einnig eru heimamenn að koma heim og sjá tækifæri í að búa hér og starfa sem er gleðilegt. Af ferðaþjónustuaðilum sem ég ræði við koma nærri daglega óskir að utan um að vinna hér við Mývatn sem segir okkur að orðspor svæðisins og fyrirtækjanna er afar gott á erlendri grund.“ Í Reykjanesbæ hefur fjölgað á tímabilinu um 2.350 erlenda ríkisborgara og eru nú 3.650 íbúar Reykjanesbæjar erlendir ríkisborgarar. „Stærsti aðilinn hjá okkur er auðvitað alþjóðaflugvöllurinn og það atvinnulíf sem er í fyrirtækjum sem tengd eru vellinum. Þetta er ákveðið verkefni fyrir okkur en við tökum þessu vel og bæjarbúar hafa tekið þessum breytingum mjög vel að mínu mati,“ segir Kjartan Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „En þetta reynir auðvitað á innviðina. Í leik- og grunnskólum okkar eru töluð þrjátíu tungumál og því þurfum við sérstaklega að vanda okkur og gera okkur besta í að mennta börnin okkar jafn vel, óháð því hvar þau fæddust eða hvert tungumálið er sem talað er á heimilum fólks,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Sjá meira