Matthías fær samkeppni frá tveimur landsliðsframherjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 17:00 Matthías Vilhjálmsson. Vísir/Getty Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson stóð sig frábærlega með Rosenborg á síðustu leiktíð en nú verður enn erfiðara fyrir íslenska framherjann að fá mínútur hjá norsku meisturunum á komandi tímabili þegar Matthías kemur til baka eftir krossbandaslitið. Samkeppni jókst nefnilega til mikilla muna í gær þegar Rosenborg keypti norska landsliðsframherjann Alexander Söderlund frá Saint-Etienne. Fyrir er danski landsliðsframherjinn Nicklas Bendtner. Alexander Söderlund skrifaði undir þriggja ára samning við Rosenborg. „Það er ótrúlega gott að koma til baka. Nú hlakka ég aftur til að fara á æfingar,“ sagði Söderlund við heimasíðu Rosenborg. „Ég hef heyrt að Nicklas sé mjög góður gaur og ég hlakka til að hitta hann á æfingum og spila með hinum,“ sagði Söderlund en hann minntist samt ekkert á Matthías. Matthías hefur sjálfur sett stefnuna að koma til baka um mitt sumar.#velkommenhjemhttps://t.co/hHVwhMQ603pic.twitter.com/8qgkwcG3xf — Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) February 1, 2018 Alexander Söderlund skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Lars Lagerback í 1-1 jafntefli á móti Tékkum í undankeppni HM í júní síðastliðnum en Bendtner hefur skorað 30 mörk fyrir danska landsliðið og það síðasta kom þegar Danir tryggði sér sæti í úrslitakeppni HM í Rússlandi. Söderlund er að koma aftur til Rosenborg þar sem hann skoraði 38 mörk í 63 deildarleikjum frá 2013 til 2015. Matthías Vilhjálmsson kom til Rosenborg frá Start á miðju sumri 2015 og lék fyrsta hálfa tímabilið með Söderlund. Þeir höfðu einnig leikið saman hjá FH sumarið 2009. Matthías meiddist á hné í ágústlok á síðasta tímabili eftir að hafa skorað 15 mörk í 23 deildar- og bikarleikjum fram að því. Hann var þá markahæsti leikmaður Rosenborg en eftir að íslenski framherjinn meiddist þá fór Nicklas Bendtner í gang. Nicklas Bendtner skoraði 10 mörk í síðustu 10 deildarleikjum tímabilsins og endaði sem markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sjá meira