Óvissustig er enn í gildi vegna jarðskjálftahrinunnar fyrir norðan Grímsey. Skjálfti af stærðinni fimm komma tveir varð í morgun og ekkert er hægt að segja til um framhaldið. Fjallað verður ítarlega um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þá kynnum við okkur nýjustu vendingar í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á spítala í Malaga á Spáni. Loks fylgjumst við með Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur sauðfjárbónda að störfum, en hún fer um landið til að telja fóstur í kindum svo bændur geti vitað hvað þeir eiga von á mörgum lömbum í vor. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Hrund Þórsdóttir skrifar