Jón útskýrir af hverju hann var svona mikið farðaður Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2018 10:30 Jón tók sig samt sem áður einstaklega vel út á laugardagskvöldið. skjáskot/rÚV Skíðaferð án sólarvarnar virðist hafa komið sjónvarps- og tónlistarmanninum Jóni Jónssyni í nokkurn vanda fyrir seinna undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór á laugardaginn. Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram en keppt var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru kynnar í beinni útsendingu á RÚV og þóttu standa sem með prýði. Eins og alltaf er umræðan í kringum Eurovision mjög lífleg á Twitter og þá styðjast notendur við kassamerkið #12stig. Daníel Ólafsson kom auga á það að Jón Jónsson væri töluvert mikið farðaður og jafnvel enn meira en vanalega. Daníel ákvað því að spyrja snyrtivöruframleiðandann MAC að því hvort það væri einhverjar vörur eftir hjá fyrirtækinu eða hvort Jón Jónsson hefði klárað allt. Jón var ekki lengi að svara fyrir sig. Ástæðan fyrir miklu magni af förðun var sú að Jón mætti með „skíðabrekkusólbruna“ til leiks á laugardagskvöldið eins og tónlistarmaðurinn komst sjálfur að orði. Viðurkenni að ég mætti með sķíðabrekkusólbruna og fékk því mayday smink í kvöld — Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) February 18, 2018 Eurovision Tengdar fréttir Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. 17. febrúar 2018 21:40 #12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 17. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Skíðaferð án sólarvarnar virðist hafa komið sjónvarps- og tónlistarmanninum Jóni Jónssyni í nokkurn vanda fyrir seinna undankvöld Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fór á laugardaginn. Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram en keppt var í Háskólabíó á laugardagskvöldið. Lögin þrjú munu etja kappi við lög Heimilistóna, Ara Ólafssonar og Fókus hópsins í úrslitum söngvakeppninnar sem haldin verður þann 3. mars næstkomandi. Sigurlagið verður framlag Íslands á Eurovision í Portúgal í vor. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Jón Jónsson voru kynnar í beinni útsendingu á RÚV og þóttu standa sem með prýði. Eins og alltaf er umræðan í kringum Eurovision mjög lífleg á Twitter og þá styðjast notendur við kassamerkið #12stig. Daníel Ólafsson kom auga á það að Jón Jónsson væri töluvert mikið farðaður og jafnvel enn meira en vanalega. Daníel ákvað því að spyrja snyrtivöruframleiðandann MAC að því hvort það væri einhverjar vörur eftir hjá fyrirtækinu eða hvort Jón Jónsson hefði klárað allt. Jón var ekki lengi að svara fyrir sig. Ástæðan fyrir miklu magni af förðun var sú að Jón mætti með „skíðabrekkusólbruna“ til leiks á laugardagskvöldið eins og tónlistarmaðurinn komst sjálfur að orði. Viðurkenni að ég mætti með sķíðabrekkusólbruna og fékk því mayday smink í kvöld — Jón Jónsson (@jonjonssonmusic) February 18, 2018
Eurovision Tengdar fréttir Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30 Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. 17. febrúar 2018 21:40 #12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 17. febrúar 2018 19:45 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Aron Hannes flutti lag sitt aftur vegna tæknilegra mistaka Mistök við hljóðvinnslu urðu til þess að Aron Hannes, einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fer fram nú í kvöld, fékk að flytja lag sitt Golddigger aftur í lok keppninnar. 17. febrúar 2018 20:30
Aron Hannes, Áttan og Dagur áfram í úrslit Lögin Golddigger með Aroni Hannesi, Hér með þér með Áttunni og Í stormi með Degi Sigurðarsyni komust áfram á seinna undankvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins sem haldið var í Háskólabíó í kvöld. 17. febrúar 2018 21:40
#12stig: Fylgstu með söngvakeppninni á Twitter Umræðan undir myllumerkinu #12stig verður að öllum líkindum lífleg í kvöld eins og hún var fyrir viku síðan. 17. febrúar 2018 19:45