Hafnfirðingar skilað helmingi lóða vegna íþyngjandi skilmála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 06:00 Skarðshlíðarhverfið á að byggja upp á næstu árum. Það hefur nánast verið tilbúið til uppbyggingar í um áratug Vísir/eyþór „Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Við höfum verið að fá ábendingar frá fólki um að þetta tengist íþyngjandi skilmálum sem þarna eru,“ segir Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Hún og fleiri fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa lýst áhyggjum sínum af hversu mörgum lóðum, sem úthlutað var í Skarðshlíðarhverfi í haust, hefur verið skilað. Aðspurð segir Adda María að samantekt hennar á þeim málum sem tekin hafa verið fyrir í bæjarráði og varða einbýlis- og parhúsalóðir sem hefur verið skilað, sýni að það sé um helmingur lóðanna. „Það var um 20 lóðum úthlutað í september síðastliðnum en um tíu til ellefu þeirra var skilað.“ Einhverjum þeirra hefur síðan verið endurúthlutað til umsækjenda á biðlista en á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag var enn verið að taka fyrir skil á lóðum í hverfinu. Adda María segir þetta óvenjulegt og að vísbendingar séu um skýringar. Í einhverjum tilfellum geti verið um fjármögnunarvanda að ræða en ábendingar hafi borist um að skilmálar er varða meðal annars efnisval á hús og svokallaða djúpgáma hafi vegið þungt í mörgum tilfella.Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.Djúpgámar eru sameiginlegar, innbyggðar og niðurgrafnar sorpgeymslur fyrir nokkur hús í sömu götu. Nokkuð sem fólki hafi greinilega fundist óþægilegt. „Þarna er um að ræða einbýlis- og parhús og fólk vill kannski losna við slíkt samkrull og vera út af fyrir sig. Það hafa verið athugasemdir gerðar við að utan um þessa gáma þurfi að stofna húsfélög, þetta sé aukinn kostnaður og fólk þurfi sjálft að standa straum af þrifum og þess háttar.“ Adda María segir meirihlutann hafa lýst því yfir að þessi mál séu í endurskoðun. „Ég hef hins vegar áhyggjur af því að ef þau ætla að endurskoða þessa skilmála núna sé það svolítið súrt í broti fyrir þá sem þegar eru búnir að skila lóðunum á þessum forsendum.“ Þá hafi verktaki skilað lóðum þar sem dregist hafi fram úr hófi að setja rafmagnslínur sem liggja yfir ysta hluta hverfisins í jörðu. „Þetta er mjög miður því okkur veitir sannarlega ekki af að úthluta lóðum því það hefur nánast ekkert gerst í þeim efnum í langan tíma og þetta hverfi var þannig séð tilbúið fyrir hrun.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira