Innlent

Dæmdur fyrir líkamsárás á Lundanum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Starfsmenn Lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna.
Starfsmenn Lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna. Óskar P. Friðriksson
Karlmaður á fertugsaldri var í upphafi mánaðar dæmdur í 28 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og tollalagabrot. 22 mánuðir refsingarinnar eru bundnir skilorði. Með brotunum rauf maðurinn skilorð sem útskýrir lengd refsingarinnar.

Manninum var gert að sök að hafa árið 2016 gengið í skrokk á öðrum manni á veitingastaðnum Lundanum í Vestmannaeyjum. Var sú líkamsárás sögð stórfelld í ákæru. Saksóknara tókst ekki að sanna nema lítinn hluta brotsins og var maðurinn því ekki sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás.

Sjá einnig: Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Maðurinn játaði hins vegar að hafa haft í fórum sínum ellefu ólöglega innfluttar tóbaksdósir. Honum var gert að greiða fjórðung alls sakarkostnaðar, rúmar 550 þúsund krónur.

Hinn sakfelldi á að baki langan brotaferil. 2010 var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og rán og árið 2011 hlaut hann fjögurra ára dóm fyrir líkamsárás.


Tengdar fréttir

Konan sem varð fyrir árásinni í áfalli, segir fjölskyldan

Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburðinn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×