Starfsmaður velferðarsviðs tvisvar kærður fyrir kynferðisbrot gegn börnum Þórdís Valsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:35 Maðurinn starfar á velferðarsviði Reykjavíkurborgar en hann er nú í ótímabundnu leyfi frá störfum. vísir/GVA Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar hefur verið kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á fyrrum stjúpdóttur sinni sem er á barnsaldri. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, hefur áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng en var ekki ákærður fyrir meint brot. RÚV greinir frá. Samkvæmt frétt RÚV er maðurinn í ótímabundnu leyfi frá störfum en starf hans heyrir undir velferðarsvið borgarinnar. Maðurinn á ekki í beinum samskiptum við börn í starfi sínu. Kæran barst lögreglu í desember á síðasta ári.Áður kærður fyrir kynferðisbrot Fyrir þremur árum starfaði maðurinn hjá öðru sveitarfélagi en þá var maðurinn kærður til lögreglu fyrir að brjóta kynferðislega á ungum dreng. Í frétt RÚV um málið kemur fram að pilturinn hafi verið skjólstæðingur mannsins og áttu brotin að hafa átt sér stað nokkrum árum áður en kæra barst. Rannsókn lögreglu á málinu leiddi til þess að ekki var gefin út ákæra vegna þess. Maðurinn hætti störfum hjá því sveitarfélagi sem hann vann hjá áður á meðan rannsókn lögreglu stóð yfir. Eftir það hóf hann störf hjá stofnun á vegum ríkisins og var svo ráðinn til starfa á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann mun hafa greint yfirmanni sínum frá kæru piltsins. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, sagði í samtali við Vísi í kvöld að hún gæti ekki tjáð sig um málið. Öll slík mál barna sem eigi lögheimili í Reykjavík rati á borð Barnaverndar. „Málið fer þá frá lögreglu til okkar en oftast eiga slík mál fyrstu lendingu hjá okkur og við komum þeim í farveg hjá lögreglu og barni í farveg í Barnahúsi,“ segir Halldóra. Hvorki náðist í Regínu Ásvaldsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs við vinnslu fréttarinnar, né Árna Þór Sigmundsson yfirlögregluþjón kynferðisbrotadeildar lögreglunnar.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira