Dauðvona konu skipað að hætta að hringja á heilsugæsluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:02 21. janúar hringdi Heiðar Friðriksson á sjúkrabíl eftir að kona hans, Gunnhildur Linda, féll og missti meðvitund á heimili þeirra. Læknirinn kom ekki með sjúkrabílnum og skilaboðin frá sjúkraflutningamanninum voru að læknirinn ætlaði ekki að koma, þeir ættu að fara beint með hana á bráðamóttökuna í Reykjavík, sem er 200 kílómetra í burtu. „Hann ætlaði ekki að skoða hvort hún væri brotin eða meidd. Hún kvaldist,“ segir Heiðar. Læknirinn kom ekki af því að Gunnhildur hafði áður kvartað undan honum til yfirmanna nokkrum mánuðum áður. Læknirinn hafði frétt það og hringdi skömmu síðar til að tilkynna henni að hann myndi þá ekki sinna henni meira. Níu dögum eftir að Gunnhildur var flutt á bráðamóttöku lést hún, þann 30. janúar síðastliðinn, nýorðin 63 ára gömul. „Við sátum öll hjá henni þegar hún dó. Klukkan þrjú á þriðjudeginum. En ég gaf henni loforð, ég sagði við hana: Þetta mál deyr ekki með þér,“ segir Heiðar.Heiðar segir síðustu ár hafa verið afar erfið, sérstaklega að horfa upp á konu sína svo kvalda án þess að hlustað sé á hana.vísir/stillaSögðu að hún væri lyfjafíkill Heiðar kennir ekki þessu atviki um dauða Gunnhildar en það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Síðustu ár hafi kona hans átt við hræðilegar höfuðkvalir að stríða og ítrekað leitað sér aðstoðar hjá læknunum í Ólafsvík. Þar hafi hún mætt hroka og skilningsleysi. „Þeir gerðu bara lítið úr henni og hlustuðu ekkert á hana. Henni fannst hún vera afgangsstærð þarna og fór alltaf grátandi frá læknunum heim.“ Gunnhildur var sannfærð um að hún væri með heilaæxli. „Hún var búin að segja við þá að hún væri með eitthvað inni í höfðinu og bað ítrekað um rannsókn. Þeir sögðu nei, þetta eru bara krónískir höfuðverkir. Það væri ekki hægt að lækna þá og hún yrði bara að vera svona.“ Læknunum var aftur á móti umhugað um morfínskyldu lyfin sem Gunnhildur tók við höfuðkvölunum og sendu hjúkrunarfræðing heim til hennar til að minnka skammtana. „Einn læknanna sagði: Gunnhildur mín, þú ert lyfjafíkill og það þarf að taka af þér lyfin.“ Gunnhildur leitaði svo oft til heilsugæslu í von um aðstoð, að hún var á endanum beðin um að hætta að hringja. Læknarnir myndu bara hafa samband við hana einu sinni í viku. „Gunnhildur mín, nú hættir þú að hringja, veistu hvað þú hefur hringt oft síðustu mánuði. Þetta voru skilaboðin til hennar. Hún var ekki að gera símaat, hún var að biðja um hjálp,“ segir Heiðar.Með æxli á við sítrónu í heila Eftir þetta hætti Gunnhildur að þora að biðja um hjálp. Síðasta sumar byrjaði hún svo að lamast öðru megin og var flutt til Reykjavíkur með hraði. „Og þá er hún með æxli í heilanum á stærð við sítrónu og með bjúg sem er að blokkera heilann, hún er bara að lognast út af. Þetta voru þá krónísku höfuðverkirnir.“ Hluti æxlisins var tekinn með skurðaðgerð og Gunnhildur svo send heim, þar sem hún barðist fyrir viðeigandi læknisaðstoð fram á dánardag. Nú hefur Heiðar sent inn kæru til Landlæknis þar sem hann fer fram á að rannsakað verði hvaða læknir greindi Gunnhildi með króníska höfuðverki - og af hverju allir læknar hafi farið eftir þeirri greiningu í stað þess að hlusta á sjálfan sjúklinginn, sem eins og áður segir, hafði alltaf grun um að hún væri með æxli.Sáu allir að hún var fárveik Heiðar segir hroka lækna gagnvart konum sérstaklega hafa valdið því að það var ekki hlustað á Gunnhildi, og hún stimpluð sem lyfjafíkill eða jafnvel móðursjúk, þótt það hafi aldrei verið sagt beint út. Hann skilur ekki af hverju hún var ekki lögð inn á spítala eða send í rannsóknir. „Þá hefði verið kannski hægt að lengja líf hennar um nokkur ár í stað þess að láta líf hennar fjara út fyrir augum allra. Allir þessir læknar sáu að hún var fárveik, það sáu það allir í plássinu. Þetta var hraust manneskja, lífsglöð, mannblendin og hún var hætt að geta farið út. Hún hætti að geta lifað eðlilegu lífi fyrir löngu síðan.“ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
21. janúar hringdi Heiðar Friðriksson á sjúkrabíl eftir að kona hans, Gunnhildur Linda, féll og missti meðvitund á heimili þeirra. Læknirinn kom ekki með sjúkrabílnum og skilaboðin frá sjúkraflutningamanninum voru að læknirinn ætlaði ekki að koma, þeir ættu að fara beint með hana á bráðamóttökuna í Reykjavík, sem er 200 kílómetra í burtu. „Hann ætlaði ekki að skoða hvort hún væri brotin eða meidd. Hún kvaldist,“ segir Heiðar. Læknirinn kom ekki af því að Gunnhildur hafði áður kvartað undan honum til yfirmanna nokkrum mánuðum áður. Læknirinn hafði frétt það og hringdi skömmu síðar til að tilkynna henni að hann myndi þá ekki sinna henni meira. Níu dögum eftir að Gunnhildur var flutt á bráðamóttöku lést hún, þann 30. janúar síðastliðinn, nýorðin 63 ára gömul. „Við sátum öll hjá henni þegar hún dó. Klukkan þrjú á þriðjudeginum. En ég gaf henni loforð, ég sagði við hana: Þetta mál deyr ekki með þér,“ segir Heiðar.Heiðar segir síðustu ár hafa verið afar erfið, sérstaklega að horfa upp á konu sína svo kvalda án þess að hlustað sé á hana.vísir/stillaSögðu að hún væri lyfjafíkill Heiðar kennir ekki þessu atviki um dauða Gunnhildar en það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Síðustu ár hafi kona hans átt við hræðilegar höfuðkvalir að stríða og ítrekað leitað sér aðstoðar hjá læknunum í Ólafsvík. Þar hafi hún mætt hroka og skilningsleysi. „Þeir gerðu bara lítið úr henni og hlustuðu ekkert á hana. Henni fannst hún vera afgangsstærð þarna og fór alltaf grátandi frá læknunum heim.“ Gunnhildur var sannfærð um að hún væri með heilaæxli. „Hún var búin að segja við þá að hún væri með eitthvað inni í höfðinu og bað ítrekað um rannsókn. Þeir sögðu nei, þetta eru bara krónískir höfuðverkir. Það væri ekki hægt að lækna þá og hún yrði bara að vera svona.“ Læknunum var aftur á móti umhugað um morfínskyldu lyfin sem Gunnhildur tók við höfuðkvölunum og sendu hjúkrunarfræðing heim til hennar til að minnka skammtana. „Einn læknanna sagði: Gunnhildur mín, þú ert lyfjafíkill og það þarf að taka af þér lyfin.“ Gunnhildur leitaði svo oft til heilsugæslu í von um aðstoð, að hún var á endanum beðin um að hætta að hringja. Læknarnir myndu bara hafa samband við hana einu sinni í viku. „Gunnhildur mín, nú hættir þú að hringja, veistu hvað þú hefur hringt oft síðustu mánuði. Þetta voru skilaboðin til hennar. Hún var ekki að gera símaat, hún var að biðja um hjálp,“ segir Heiðar.Með æxli á við sítrónu í heila Eftir þetta hætti Gunnhildur að þora að biðja um hjálp. Síðasta sumar byrjaði hún svo að lamast öðru megin og var flutt til Reykjavíkur með hraði. „Og þá er hún með æxli í heilanum á stærð við sítrónu og með bjúg sem er að blokkera heilann, hún er bara að lognast út af. Þetta voru þá krónísku höfuðverkirnir.“ Hluti æxlisins var tekinn með skurðaðgerð og Gunnhildur svo send heim, þar sem hún barðist fyrir viðeigandi læknisaðstoð fram á dánardag. Nú hefur Heiðar sent inn kæru til Landlæknis þar sem hann fer fram á að rannsakað verði hvaða læknir greindi Gunnhildi með króníska höfuðverki - og af hverju allir læknar hafi farið eftir þeirri greiningu í stað þess að hlusta á sjálfan sjúklinginn, sem eins og áður segir, hafði alltaf grun um að hún væri með æxli.Sáu allir að hún var fárveik Heiðar segir hroka lækna gagnvart konum sérstaklega hafa valdið því að það var ekki hlustað á Gunnhildi, og hún stimpluð sem lyfjafíkill eða jafnvel móðursjúk, þótt það hafi aldrei verið sagt beint út. Hann skilur ekki af hverju hún var ekki lögð inn á spítala eða send í rannsóknir. „Þá hefði verið kannski hægt að lengja líf hennar um nokkur ár í stað þess að láta líf hennar fjara út fyrir augum allra. Allir þessir læknar sáu að hún var fárveik, það sáu það allir í plássinu. Þetta var hraust manneskja, lífsglöð, mannblendin og hún var hætt að geta farið út. Hún hætti að geta lifað eðlilegu lífi fyrir löngu síðan.“
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira