190 breskar leikkonur krefjast breytinga: „Kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:09 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Saoirse Ronan, Naome Harris, Emma Watson, Claire Foy, Kate Winslet, Emilia Clarke, Emma Thompson, Keira Knightley og Thandie Newton. Vísir/EPA/AFP 190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka. MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
190 breskar leikkonur hafa skrifað undir opið bréf þar sem þær kalla eftir að kynferðisleg áreitni heyri sögunni til. Þar lýsa þær yfir stuðningi við Time‘s Up hreyfinguna sem hefur fengið góðan meðbyr í Bandaríkjunum. Þær kalla eftir fjárframlögum svo fjármagna megi baráttu gegn óréttlæti. „Í mjög nálægri fortíð bjuggum við í heimi þar sem kynferðisleg áreitni var óþægilegur brandari, óhjákvæmilegur og vandræðalegur hluti af því að vera stelpa eða kona. Það mátti sannarlega ekki ræða það, hvað þá takast á við það. Arið 2018 virðumst við hafa vaknað til lífs í heimi sem er tilbúinn fyrir breytingar. Ef við fögnum þessu augnabliki getur lína í sandinum orðið að steini,“ segir í bréfinu. Konurnar sem skrifa undir bréfið hafa stofnað Réttlætis- og Jafnréttissjóð Bretlands til að fjármagna ráðgjöf fyrir þolendur.Gaf 141 milljón Leikkonan Emma Watson, hefur þegar gefið eina milljón punda til sjóðsins, eða sem nemur 141 milljón íslenskra króna. Þá hafa Keira Knightley og Tom Hiddleston styrkt sjóðinn um 10 þúsund pund hvort, eða 1,4 milljónir króna. BAFTA verðlaunin verða afhent í London í kvöld við hátíðlega athöfn og ætla leikarar og baráttufólk að taka gesti Golden Globe verðlaunanna sér til fyrirmyndar og klæðast svörtu á rauða dreglinum. „Þegar við nálgumst Bafta verðlaunin, sem er tími fagnaðar og viðurkenningar í okkar bransa, vonum við að við getum fagnað þessu magnaða augnabliki samstöðu með því að taka höndum saman og gera þessa hreyfingu alþjóðlega.“ Margar þeirra leikkvenna sem ganga rauða dregilinn í London í kvöld munu bjóða baráttukonum að ganga með sér, í stað maka.
MeToo Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Erlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira