Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 19:00 Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við, eins og sést á mynd. Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla, vill að tekið verði á málinu. Vísir/Samsett Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Nýtt gervigras var lagt í Kórinn í desember síðastliðnum. En smátt gúmmíryk sem kemur úr gúmmíkurlinu í grasinu veldur foreldrum áhyggjum. Rykið loðir við föt, skó, hár og annað sem það kemst í snertingu við. Börnin eru látin ryksuga sig eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um húsið eða bursta skóna. Opna þarf reglulega út til að lofta og íþróttakennarar hafa fengið astmaeinkenni. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu segja þessar aðstæður óboðlegar. „Mér finnst þetta lykta allt saman af einhverju rugli. Mér finnst að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs eigi að taka á þessu máli. Taka sýni," segir Björn Ásbjörnsson, faðir barna í Hörðuvallaskóla sem eru í skólaíþróttum á grasinu.Börnin eru látin ryksuga skóna eftir æfingar til að dreifa ekki rykinu um allt hús„Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ segir hann. Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," segir Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK.Grænn hráki á hlaupabrautinni við hlið gervigrassinsHún hefur takmarkað veru barna sinna í húsinu við keppnir og eru þau hætt að mæta á æfingar. Björn vill heldur ekki að börnin sín fari í íþróttatíma. „Ég er bara á því að börnin mín eigi ekki að vera hér á vegum bæjarins og skora á aðra foreldra að gera slíkt hið sama,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ loðir þetta fíngerða ryk við stráin á vellinum vegna stöðurafmagns. Í gær var byrjað að vökva grasið í von um að minnka spennu milli efnis og grass og verður skoðað eftir helgi hvort það hafi áhrif. Lagt verður áhersla á að leysa málið sem fyrst.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira