Boða eftirlit með sífrera í Strandartindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Veðurstofa Íslands skipuleggur nú reglubundið eftirlit með sífrerasvæðum í Seyðisfirði. Vísi/pjetur „Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira