Stjórnarmaður ÖBÍ um mál Sunnu Elviru: „Þetta er bara torture“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 20:00 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, og Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með fulltrúum utanríkisráðuneytisins í dag. Vísir/Hanna Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins funduðu í dag með aðstoðarmanni utanríkisráðherra vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni. Sunna er þar í farbanni en fulltrúar ÖBÍ gagnrýna að hún dvelji við óviðunandi aðstæður á sjúkrahúsi þar sem hún fær ekki viðeigandi meðhöndlun. Tilgangur fundarins í utanríkisráðuneytinu var að sögn formanns Öryrkjabandalagsins að óska eftir upplýsingum um aðgerðir ráðuneytisins í máli Sunnu og að komast að því hvernig bandalagið geti orðið að liði. „Við viljum ekki ganga í berhögg við neitt sem að utanríkisráðuneytið er að gera ef að okkar aðgerðir til þess að reyna að knýja á fara af stað þá þurfa þær að vera þannig að þær séu ekki að skemma neitt,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir. Sunna Elvira féll niður af svölum á heimili sínu í Malaga en við fallið hlaut hún mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst. Hún er í ótímabundnu farbanni á Spáni en eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi, grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 er Sunna einnig grunuð um aðild að málinu. Sjúkrahúsið sem Sunna dvelur á er ekki útbúið til að meðhöndla mænuskaða og hafa vonir staðið til um að hún verði flutt á annað hátæknisjúkrahús á Spáni. Það hefur ekki ennþá gengið eftir þar sem ekki lágu fyrir allir pappírar frá sjúkrahúsinu í Malaga vegna flutningsins. „Staða hennar er einfaldlega þannig að óháð öllu öðru, öllum sögusögnum og öllu sem að við kemur þessu máli, þá er hennar staða bara eins og píning, þetta er bara torture, það er ekkert hægt að segja það öðruvísi,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, gjaldkeri ÖBÍ. Bergur segir mikilvægt að halda því til haga að Sunna eigi rétt á viðunandi heilbrigðisþjónustu, burt séð frá meintum tengslum hennar við fíkniefnamálið. Öryrkjabandalagið er aðili að Evrópusamtökum fatlaðra og gerir Þuríður ráð fyrir því að bandalagið setji sig í samband við aðildarfélag samtakanna á Spáni. „Ég held að utanríkisráðuneytið sé að gera það sem það getur og í þeirra valdi stendur, en það er spurning um að við kannski reynum að fá í lið með okkur mannréttindasamtök úti í heimi, það er nú svona það sem maður hefur verið að hugsa um kannski,“ segir Þuríður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. 16. febrúar 2018 15:39
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent