Leita til Evrópusamtaka fatlaðs fólks vegna máls Sunnu Elviru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 15:39 Sunna Elvira Þorkelsdóttir á sjúkrahúsinu í Málaga í vikunni. vísir/egill Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), segir að félagið muni leita til European Disability Forum, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, vegna máls Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem nú liggur alvarlega slösuð á spítala í Málaga eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í janúar. Sunna er með mænuskaða og er lömuð fyrir neðan brjóst en hefur ekki fengið viðeigandi meðferð á spítalanum. Vinnur utanríkisráðuneytið að því að hún komist á spítala í sérhæfða meðferð. Er hugmyndin sú að kanna hvort að Evrópusamtökin geti eitthvað hjálpað til eða liðkað fyrir í málinu. Þuríður og Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar og gjaldkeri ÖBÍ, funduðu með Borgari Þór Einarssyni, aðstoðarmanni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, og Svanhvíti Aðalsteinsdóttur, sérfræðingi hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í morgun. „Við erum búin að fylgjast með máli Sunnu síðan þetta gerðist og það er ljóst að hún er mænuskaðaður einstaklingur í dag. Við höfum eðlilega haft áhyggjur af henni og við vorum að velta fyrir okkur, af því að þetta er kominn svo langur tími, hvernig við gætum beitt okkur. Hvort við gætum gert eitthvað til að beita einhverjum þrýstingi til þess að hún yrði flutt á viðeigandi sjúkrahús sem gæti meðhöndlað fólk með mænuskaða. Okkar hugsun var sú að þær aðgerðir sem við vorum að hugsa um máttu ekki verða til þess að skapa einhverja spennu sem yrði til þess að lengja dvöl hennar á þessu sjúkrahúsi,“ segir Þuríður.Þuríður Harpa og Benjamín Þorri fyrir fundinn í ráðuneytinu í morgun.vísir/hannaVilja alls ekki skemma fyrir ferlinu heldur hjálpa til Tilgangur fundarins hafi þannig verið að ræða við stjórnvöld um það hvort aðgerðir ÖBÍ myndu nokkuð skemma eitthvað fyrir ferlinu í máli Sunnu. „Við erum mannréttindasamtök og þetta er auðvitað að okkar mati bara mannréttindamál að hún fái viðeigandi meðferð á viðeigandi sjúkrahúsi. Það er bara mjög mikilvægt og við erum búin að sjá það og skynja í gegnum þetta ferli að utanríkisráðuneytið hefur gert það sem það hefur getað,“ segir Þuríður. „Það sem við ætlum að gera er að eiga samtal við Evrópusamtökin og sjá hvort það væri eitthvað sem þau gætu hjálpað til eða liðkað fyrir. Það er allt í lagi og bara gott að gera og á ekki að fara öfugt ofan í neina. Það er ekkert óeðlilegt við það að samtök fatlaðs fólks sýni þessu áhuga og stuðning og reyni að styðja manneskjuna til að komast í betra úrræði.“ Þuríður segir að samtal ÖBÍ við Evrópusamtök fatlaðs fólks séu á byrjunarstigi og enn of snemmt að segja til um hvernig samtökin geti beitt sér í máli Sunnu. „Best væri náttúrulega ef að það sem utanríkisráðuneytið er búið að vera að vinna að verði til þess að hún verði flutt á næstu dögum,“ segir Þuríður. Sunna Elvira er grunuð um aðild að fíkniefnasmygli milli Spánar og Íslands og er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Hún neitar þó allri vitneskju. Eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi hér á landi grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp í janúar.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30 Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15 Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Sunna Elvíra grunuð um aðild að fíkniefnasmygli Neitar að hafa verið upplýst um þessa stöðu. 15. febrúar 2018 18:30
Viðtalið við Sunnu Elviru í heild sinni: Vill sem minnst vita af fíkniefnamálinu sem eiginmaðurinn er flæktur í Ítarlegt viðtal fréttastofu við Sunnu Elviru Þorkelsdóttur í heild sinni. 15. febrúar 2018 15:15
Brotnaði niður við tíðindin af umsókninni sem aldrei hafði verið send Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir að spítalinn hafi átt eftir að fullvinna umsóknina til Sevilla og því hafi ekki verið tekið við henni. 15. febrúar 2018 16:51