Valdís Þóra þreytt á skrömbunum: „Þetta var algjör rússíbani“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2018 08:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring. Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring.
Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti