Valdís Þóra þreytt á skrömbunum: „Þetta var algjör rússíbani“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. febrúar 2018 08:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring. Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur frá Akranesi, komst í nótt í gegnum niðurskurðinn á opna ástralska mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Skagamærin fékk fimm fugla og örn á hringnum en á móti fékk hún þrjá skolla og tvo skramba og kom í hús á pari eins og í gær. Hún er þremur höggum fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Valdís Þóra fékk einnig skramba á 17. holunni í gær en hefði hún sloppið við hann hefði hún klárað hringinn á tveimur höggum undir pari. Hún er orðin þreytt á skrömbunum. „Ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn en ég er frekar svekkt með að hafa endað aftur á skramba og skolla,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn í Adelaide í nótt. „Ég var að gera mjög góða hluti í dag. Þetta var algjör rússibani en ég er ánægð með að komast í gegnum niðurskurðinn,“ sagði Valdís Þóra, en hvað ætlar hún að bæta fyrir helgina? „Ég ætla að halda áfram að koma mér í tækifæri. Ég er að gera góða hluti. Ég er að slá vel og pútta ágætlega. Ég verð að halda þessu áfram og vonandi sleppa við þessa skramba,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti en hún er úr leik eftir skelfilegan annan hring.
Golf Tengdar fréttir Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís áfram eftir skrautlegan hring en Ólafía er úr leik Skagamærin heldur keppni áfram en íþróttamaður ársins er á heimleið. 16. febrúar 2018 07:26