Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 13:47 Vigdís Finnbogadóttir er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Vísir/Ernir/AFP Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir.
Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31