Vigdís segir að Margrét Þórhildur hafi verið vel gift Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2018 13:47 Vigdís Finnbogadóttir er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Vísir/Ernir/AFP Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir. Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Kista Hinriks prins var flutt með viðhöfn frá Fredensborgarhöll í Amalienborgarhöll í Kaupmannahöfn í morgun. Drottningin og synir hennar ásamt barnabörnum fylgdu líkbílnum eftir og mannfjöldi fylgdist með á götum úti. Vigdís Finnbogadóttir segir að drottningin hafi verið mjög vel gift. Klukkan átta í morgun var skotið úr fallbyssum á tveimur stöðum í Danmörku í fjörutíu mínútur til heiðurs Hinriki prins sem lést í fyrrakvöld 83 ára gamall. Klukkan níu að íslenskum tíma var síðan lagt af stað með kistu prinsins frá Fredensborgarhöll, þar sem hann lést, til Amalienborgarhallar í miðborg Kaupmannahafnar. Drottningin og synir hennar fylgdu á eftir í þremur viðhafnarbílum konungsfjölskyldunnar ásamt barnabörnum drottningar. Fjöldi manns fylgdist með á götum úti. Einn viðmælenda danska sjónvarpsins sagðist vilja sýna Hinriki þakklæti fyrir störf hans í þágu Danmerkur og þóttt prinsinn hafi ef til vill ekki vitað það sjálfur þá hafi hann verið konungur fólksins. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sennilega sá Íslendingur sem þekkti Hinrik best enda átti hún í töluverðum samskiptum við hann bæði meðan hún sat á forsetastóli og eftir það. Þau unnu meðal annars saman að alþjóðlegu átaki Norðurlandanna sem kallað var Skandinavia Today sem ætlað var að kynna menningu Norðurlandanna fyrir umheiminum. „Hann var mjög fróður maður og kunni vel á heimssöguna. Hann var jú alinn upp í Víetnam, Indókína sem var, þar sem Frakkar höfðu ítök. Hann var heimsmaður, það sem kallað er cosmopolite, heimsmaður,“ segir Vigdís. Henni þyki leiðinlegt að hnýtt hafi verið í Hinrik fyrir franskan hreim hans á dönskunni því hann hafi verið mikill tungumálamaður. Miklar hefðir fylgja konungsfjölskyldunni á opinberum vettvangi en mörgum þótti Hinrik oft brjóta þær hefðir, eins og hann gerði reyndar allt fram yfir gröf og dauða með því vilja ekki verða lagður til hvílu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þar sem drottningin mun hvíla þegar þar að kemur. Náðir þú að kynnast hinum óformlega Hinrik? „Já, já. Hann var bara venjulegur maður eins og þú og ég. Þegar hann var með svona, sem á dönskunni er kallað „meni mannen“, þá var hann bara venjulegur maður sjálfur og þau bæði. Margrét drottning er líka mjög skemmtileg þegar maður er einn með henni og mér fannst hún vera mjög vel gift,“ segir Vigdís Finnbogadóttir.
Forseti Íslands Kóngafólk Vigdís Finnbogadóttir Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Forseti Íslands segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í opinberri heimsókn hans og Elizu Reid til Danmerkur fyrir rúmu ári. 14. febrúar 2018 12:38
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10
Útför Hinriks verður látlaus og aðeins fyrir fjölskyldu og nána vini Lík hans verður brennt og öskunni annars vegar dreift í hafið og hins vegar jarðsett í keri í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. 14. febrúar 2018 20:31