Körfubolti

Boston að fatast flugið og Golden State missti toppsætið | Myndbönd

Kyrie Irving og félagar í Boston eru búnir að tapa þremur leikjum í röð.
Kyrie Irving og félagar í Boston eru búnir að tapa þremur leikjum í röð. Vísir/Getty
Boston Celtics missti toppsæti austurdeildarinnar í NBA í nótt þegar að liðið tapaði með tíu stigum á heimavelli, 129-119, fyrir LA Clippers á sama tíma og Toronto Raptors rústaði Chicago Bulls.

Boston er nú búið að tapa þremur leikjum í röð og er að fatast flugið í baráttunni um efsta sætið og heimaleikjarétt út úrslitakeppnina.

Kyrie Irving skoraði 33 stig fyrir Boston í nótt auk þess sem að hann gaf átta stoðsendingar en DeAndre Jordan skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst fyrir Clippers.

Golden State missti toppsætið í vestrinu til Houston Rockets þegar að liðið tapaði á útivelli fyrir Portland, 123-117.

Damian Lillard fór á kostum fyrir heimamenn og skoraði 44 stig en með sigrinum batt liðið enda á sjö leikja taphrinu og það á móti meisturunum sjálfum.

Kevin DUrant skoraði 50 stig fyrir Golden State en þeir Steph Curry og Klay Thompson 17 stig hvor fyrir gestina sem eru nú einum sigri á eftir Houston Rockets í baráttunni um efsta sætið í vestrinu.

Úrslit næturinnar:

Detroit Pistons - Atlanta Hawks 104-98

Orlando Magic - Charlotte Hornets 102-104

Philadelphia 76ers - Miami Heat 104-102

Brooklyn Nets - Indiana Pacers 103-108

NY Knicks - Washington Wizards 113-118

Boston Celtics - LA Clippers 119-129

Chicago Bulls - Toronto Raptors 98-122

Houston Rockets - Sacramento Kings 100-91

Memphis Grizzlies - OKC Thunder 114-121

New Orleans Pelicans - LA Lakers 139-117

Utah Jazz - Phoenix Suns 107-97

Portland Trail Blazers - Golden State Warriors 123-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×