Tók hálft ár að fá bætur frá aðstoðarmanni: "Vona að ráðherra treysti henni ekki fyrir peningum“ Erla Björg Gunnarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. febrúar 2018 19:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs. Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmanna umhverfisráðherra, hafi árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barnungum brotaþola kynferðisofbeldis ekki bætur sem höfðu verið dæmdar í hæstarétti. Sif var einnig réttargæslumaður Ólafar Rúnar Ásgeirsdóttur og annarrar stúlku frá Stykkishólmi sem kærðu grunnskólakennara sinn fyrir kynferðisbrot og voru dæmdar bætur í hæstarétti. Árið 2007 þegar stúlkurnar voru orðnar átján ára og ætluðu að fá bæturnar greiddar komu þær að tómum kofanum. Ólöf þurfti þá að leita til annars lögfræðings sem aðstoðaði hana við að fá bæturnar greiddar en það tók hálft ár og enn í dag veit Ólöf ekki hvaðan peningarnir komu. „Það hefur enginn getað svarað því hvort hún borgaði sjálf þessa peninga,“ segir Ólöf og henni finnst ótrúlegt að manneskja sem borgi ekki bætur, steli þeim eða skili of seint fái svo ábyrgðarfulla stöðu.Ráðherra sagði í fréttum okkar á laugardag að hann treysti því að málið hafi dregist af eðlilegum ástæðum og peningarnir hafi verið greiddir út af réttum fjárvörslureikningi.Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherraVísir/Hari„Það brotnaði eitthvað inni í mér. Ég trúði ekki að kerfið væri að fara svona með mál sem hefur skemmt mig og marga aðra einstaklinga og það sé engin virðing borin fyrir því sem við höfum orðið fyrir. Sif er treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem ríkisstjórnin okkar þarf að eiga við. Ráðherra segist treysta henni. Ég bara vona að hann treysti henni ekki fyrir peningum,“ segir Ólöf og óskar eftir því að hlustað sé á brotaþola. „Af hverju getur ráðherra ekki treyst okkur? Hvar er traustið við okkur? Af hverju hlustar enginn á það sem við höfum að segja?“ Ólöf Rún vill að málið verði rannsakað og komist til botns í því. Af hverju það hafi dregist að greiða bæturnar og hvaðan peningarnir komu að lokum. Það skipti máli hvort peningarnir hafi komið af upprunalegum fjárvörslureikningi. „Ég bara trúi ekki að þú getir komið svona fram við fólk, við skjólstæðinga þína, sem eru börn sem hafa orðið fyrir kynferðisbroti, og það eru engar afleiðingar. Það er eins og öllum sé alveg sama. Það er sárast, að öllum sé alveg sama.“ Bæði í dag og í gær hafa fréttamenn ítrekað reynt að ná tali af Sif Konráðsdóttur, til að heyra hennar hlið á málinu og útskýringar, en án árangurs.
Stykkishólmur Tengdar fréttir Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07 Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma eða verið stórfellt án þess að upp um það komis 11. febrúar 2018 12:07
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30
Þolandi segir traust ráðherra á Sif vanvirðingu við sig Ólöf Rún Ásgeirsdóttir, þolandi í kynferðisbrotamáli, segir að sér hafi brugðið þegar hún heyrði þau tíðindi að Sif Konráðsdóttir hefði verið ráðin aðstoðarmaður ráðherra. 14. febrúar 2018 14:42