Íslensk lögregluyfirvöld leita eftir samstarfi við spænsk vegna máls Sunnu Elvíru Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 18:01 Sunna Elvíra á sjúkrahúsi á Malaga. Vísir/Egill Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld vegna máls Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem hefur undanfarnar vikur haft til meðferðar mál Sunnu Elvíru sem slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga á Spáni 17. janúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, sem send var út um sexleytið, kemur fram að Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elvíru, hafi spurst fyrir um hvort íslensk stjórnvöld gætu ábyrgst að Sunna Elvíra yrði til taks hér á landi meðan málið er til rannsóknar. Gerði lögmaðurinn það í tengslum við kröfugerð sem hann hefur uppi fyrir spænskum dómstólum um að vegabréfi Sunnu verði skilað. Segir í tilkynningunni að utanríkisráðuneytið hafi vísað þeirri málaleitan til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu.Segja Sunnu hafa verið í forgangi Í tilkynningunni segir jafnframt að mál Sunnu hafi verið í forgangi hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins sem hefur verið í daglegum samskiptum við aðila máls, sjúkrastofnanir hér á Íslandi og ytra sem og Sjúkratryggingar Íslands og lögfræðinga hennar. Þá hafi ræðismaður Íslands í Malaga sinnt málinu frá því það kom upp. Hlutverk borgaraþjónustunnar í málum af þessu tagi sé að veita aðstoð og gæta hagsmuna og öryggis íslenskra ríkisborgara, t.d. útvega lögmannsaðstoð sé hennar þörf, túlkaþjónustu og hafa milligöngu um aðra aðstoð eftir þörfum.Sendiherra Íslands hitti Sunnu í dag Sendiherra Íslands gagnvart Spáni er nú staddur í Malaga þar sem hann hitti konuna í dag sem og lækna hennar á háskólasjúkrahúsinu í Malaga og fundaði með skrifstofu spítalans. Meginmarkmiðið með ferðinni var að kynna sér aðstæður frá fyrstu hendi svo íslensk stjórnvöld geti öðlast betri skilning á aðstæðum hennar á sjúkrahúsinu. „Frá upphafi hefur höfuðáhersla verið lögð á að koma meðhöndlun hennar í réttan farveg og hafa ákveðin skref verið stigin hvað það varðar; m.a. var henni útvegaður sjúkraþjálfari.“ Í tilkynningunni er tekið fram að utanríkisþjónustan getur engin áhrif haft á framgang lögreglurannsóknar á Spáni, en kunnugt er um að íslensk lögregluyfirvöld hafa leitað eftir samstarfi við spænsk lögregluyfirvöld um hana.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aragrúi tilfinninga helltist yfir Sunnu þegar hún frétti af handtöku eiginmannsins Sunna Elvira Þorkelsdóttir segir að aragrúi tilfinninga hafi hellst yfir hana þegar hún frétti af handtöku eiginmanns síns, Sigurðar Kristinssonar, við komu hans til Íslands. 14. febrúar 2018 16:26