MeToo byltingin óþægileg og sársaukafull en til mikils gagns Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. febrúar 2018 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Viðskiptaþing í dag. Vísir/Hanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“ MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að viðbrögð vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfingarinnar, stofnana og fyrirtækja við MeToo séu til fyrirmyndar og að þau sýni að samfélaginu sé alvara með því að taka á kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni. Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Katrínar á Viðskiptaþingi í dag. Þar nefndi hún meðal annars þann áhuga erlendra fjölmiðla á því að hún sé kona. Segir hún að erlendir fjölmiðlar virðist margir halda að Ísland sé jafnréttisparadís. „Þessir ágætu karlkyns fjölmiðlamenn verða alltaf mjög kúnstugir í framan þegar ég bendi þeim á að til þess að það geti orðið réttnefni þyrftum við helst að fá svona um það bil 35 konur í röð sem forsætisráðherra. Þeim finnst ég greinilega frek til fjárins. Enda kona en eins og allar konur í salnum vita er allt best þegar þær taka ekki of mikið pláss og gera bara það sem til er ætlast af þeim. Eða þannig,“ sagði Katrín. „Auðvitað er sú bylting sem orðið hefur að undanförnu og kennd er við metoo ekki endilega þægileg. Hún getur meira að segja verið mjög sársaukafull en um leið er hún til mikils gagns því að hún afhjúpar það samfélagsmein sem er kynbundið ofbeldi og kynferðisleg áreitni.“Vísir/HannaSamtal um félagslegar aðgerðir Þá sagði Katrín að eitt stærsta verkefni hennar sem forsætisráðherra sé að hefja nýtt samtal við aðila vinnumarkaðarins. „Við viljum áfram rækta þetta samtal með það að markmiði að ná fram breytingum þannig að við saman getum gert vinnumarkaðinn ábyrgari og komið í veg fyrir félagsleg undirboð, mansal og svarta atvinnustarfsemi. Við viljum einnig eiga samtal um félagslegar aðgerðir og þar nefni ég sérstaklega uppbyggingu á húsnæðismarkaði, lengingu fæðingarorlofs og hækkun greiðslna og menntun fyrir alla.“ Katrín gerði jafnframt miklar tækniframfarir að umfjöllunarefni sínu. „En rétt eins og þegar kemur að tæknibreytingum þá gerast hlutirnir ekki af sjálfu sér. Það blasa mörg tækifæri við Íslandi þegar kemur að samskiptum og tengingum við umheiminn. Til þess að við getum nýtt þessi tækifæri verðum við að ráðast í uppbyggingu innviðanna. Um þetta erum við búin að tala í stjórnmálunum í nokkur misseri og um þetta hafið þið líka rætt. Það er að hægjast á hagvexti og þar með eru til staðar tækifæri til að koma með innspýtingu í uppbyggingu án þess að skapa of mikla þenslu. Til þess þurfum við þó að vera reiðubúin til að nýta þá fjármuni sem við eigum – til dæmis í bönkunum – og láta þá vinna fyrir fólkið í landinu. Um þetta hefur verið deilt á vettvangi stjórnmálanna.“ Hún segir að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu við uppbyggingu fjármálakerfisins við upphaf 21. aldarinnar. „Það þekkir þessi samkoma líklega betur en aðrir. Okkur hefur hins vegar tekist ótrúlega vel að leysa úr þeim áskorunum sem fylgdu hruninu. Það hefur þó ekki verið án fórna, og þar hefur almenningur fært stærstu fórnirnar. Það er því mikilvægt að tryggja að endurreist fjármálakerfi kalli aldrei aftur á sömu fórnir og að almenningur fái að njóta þess árangurs sem endurreisn skilar til ríkissjóðs.“Frestun á uppbyggingu innviða ávísun á lífskjaraskerðingu Þá sagði hún að mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem staðið hefur yfir við endurskipulagningu á fjármálakerfinu. „Tökum afstöðu til lykilspurninga um viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi, gagnsæi eignarhalds og hæfi eigenda. En höldum ekki að forsenda þess að ljúka þeirri vinnu sé að ríkið eigi allt bankakerfið. Ríkisstjórnin vill draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum enda ekki skynsamlegt fyrir ríkið að bera meginábyrgð á öllum helstu fjármálastofnunum landsins. Lykilatriðið er að skapa stöðugt og traust fjármálakerfi sem getur mætt til jafns þörfum heimila landsins og ekki síður fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins,“ sagði Katrín. „Endurheimtur ríkisins úr fjármálakerfinu eiga að skila sér til fólksins í landinu í uppbyggingu almannagæða og tryggja þannig að okkar innviðir séu nægjanlega sterk umgjörð til þess að fólkið geti haldið áfram að skapa sér tækifæri hér á landi og byggja sér góða framtíð. Ef við frestum uppbyggingu innviða er það ávísun á lífskjaraskerðingu á næstu árum. Við látum það ekki gerast og um það eigum við öll að vera sammála. Fjárfesting í innviðum tryggir hagvöxt en eykur líka jafnræði meðal fólks því öll treystum við á innviði.“
MeToo Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira