Eyþór vildi setjast í stól forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2018 13:57 Undarleg uppákoma á fundi í Höfða hefur undið uppá sig og fer það eftir því úr hvaða heitapotti horft er hvor kemur sviðinn út úr þeim viðskiptum, Eyþór eða Dagur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur birt á Facebooksíðu sína pistil sem lýsir umdeildum atburði sem varð á mánudag og leiddi til þess að hann vísaði Eyþóri Arnalds athafnamanni á dyr í Höfða, eins og hann horfir við sér. En Eyþór hafði mætt óboðinn í fylgd Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra á samráðsfund sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur. Í pistli Dags kemur meðal annars fram að Eyþór hafi ætlað sér sæti forsætisráðherra. „Í fundarboði kom skýrt fram að um hefðbundinn fund þingmanna Reykjavíkur og borgarfulltrúa í kjördæmaviku væri að ræða. Mér kom því á óvart að Eyþór Arnalds verðandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skyldi koma til fundarins. Ég heilsaði honum í anddyri hússins og sagði honum hvernig í málinu lagi, fundurinn væri fyrir borgarstjórn og þingmenn en frambjóðendur hefðu ekki verið boðaðir. Ekkert fór á milli mála í þessum samskiptum,“ segir Dagur.Þá brá svo við að Eyþór gengur í salinnHann lýsir því þá að þess hafi verið beðið í nokkrar mínútur eftir að allir fundarmenn skiluðu sér, „og þegar forsætisráðherra var komin í hús bauð ég fundargestum að setjast við langborð. Ég sat fyrir miðju borðsins öðrum megin með Halldór Halldórsson oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn við hlið mér, en Guðlaug Þór utanríkisráðherra á móti mér.Þá brá svo við [að] Eyþór gengur í salinn og býst til að setjast í auða sætið við hlið Guðlaugs, sem ætlað hafði verið fyrir forsætisráðherra.“ Dagur segist hafa gert athugasemd við þetta og ítrekað hvers eðlis fundurinn væri; „hverjum hefði verið til hans boðið og að ég væri viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að sitja fundinn en hann hefði ekki verið ætlaður frambjóðendum. Ef áhugi væri á slíkum fundi þyrfti að boða hann sérstaklega. Eyþór vék við svo búið af fundinum, forsætisráðherra tók sæti sitt en utanríkisráðherra upplýsti að hann hefði boðið Eyþóri. Voru ekki höfð uppi mikið fleiri orð um þetta atvik þótt sérstakt hafi verið.“Létt yfir mannskapnum Dagur vitnar til Staksteinaskrifa Morgunblaðsins í morgun, sem borgarstjóri telur afbökun og tilraun til að leggja atburði út á versta veg. „Kemur það ekki á óvart. Verður blaðið og ritstjórn þess að eiga það við sig og sína lund. Af Höfðafundinum er hins vegar það að segja að það var óvenju létt yfir honum og umræður málefnalegar. Bæði þingmenn og borgarfulltrúar voru sammála um að hann hefði verið hinn gagnlegasti og ráðgera frekari fundi um einstaka málaflokka á næstu vikum.“Staksteinar móðgaðir fyrir hönd EyþórsStaksteinaskrifin sem Dagur vísar til, líkast til skrifuð af fyrrverandi borgarstjóra Davíð Oddsyni, lýsa því að Dagur hafi fulla ástæðu til að óttast um stöðu sína. „Hvers vegna ætli borgarstjóri hafi vísað oddvita stærsta stjórnarandstöðuflokksins af samráðsfundi sveitarstjórnarmanna og þingmanna Reykjavíkur? Var það gert í þágu samræðustjórnmálanna? Var það gert til að auka skilning þingmanna á þörfum Reykjavíkur? Var það‘ gert til að styrkja stöðu Reykjavíkur? Var það gert, eins og borgarstjóri heldur fram, vegna þess að oddvitinn á ekki enn sæti í borgarstjórn? Nei, ekkert af þessu getur átt við, Dagur veit, líkt og allir aðrir að oddvitinn leiðir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins og er á leið í borgarstjórn.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Guðlaugur trúði ekki augum sínum og eyrum í Höfða Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinum, segir utanríkisráðherra. 13. febrúar 2018 12:51
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01