Maradona um mótherja Íslands á HM: Lið eru ekki hrædd við Argentínu lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 13:00 Lionel Messi, páfinn og Diego Maradona. Vísir/Getty Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Diego Maradona er ekki alltof bjartsýnn fyrir hönd Argentínumanna á HM í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti mótherji argentínska liðsins verða strákarnir okkar í íslenska landsliðinu. Maradona segir lið ekki óttast argentínska landsliðið lengur og að það séu mörg alvarleg vandamál í liðinu í dag. Að hans mati gæti þó frammistaða Lionel Messi á HM séð til þess að liðinu takist að fela alla gallana. Argentínska liðið var í vandræðum með að komast á HM en þrenna frá Lionel Messi á móti Ekvador í lokaumferðinni gulltryggði farseðilinn. Liðið tapaði síðan 4-2 fyrir Nígeríu í æfingaleik í Rússlandi í nóvember þrátt fyrir að komast í 2-0. Nígería verður einmitt með Íslandi og Argentínu í riðli á HM í fóbolta en fjórða og síðasta liðið eru góðkunningjar Íslands frá Króatíu. Diego Maradona leiddi Argentínu til síðasta heimsmeistaratitil liðsins árið 1986 en fyrir fjórum árum töpuðu Messi og félagar í úrslitaleiknum á móti Þýskalandi. „Við eigum enga menn sem geta með réttu kallað sig miðjumenn í landsliðsklassa. Með fullri virðingu hefði ég aldrei getað séð fyrir að maður eins og [Lucas] Biglia fengi að klæðast landsliðstreyjunni,“ sagði Diego Maradona í viðtali við El Popular.En una entrevista imperdible, #Maradona le tira flores a un aliado impensado: el @TanoAngelici https://t.co/QaN1NRmLpN | Por: @Sebabielsistapic.twitter.com/lm1YZG1V5G — Popular (@populardiario) February 10, 2018 „Fyrir utan Messi, þá hefur fólk misst virðingu sína fyrir argentínska landsliðinu. Enginn er hræddur við okkur lengur. Sjáið bara síðasta leikinn á móti Nígeríu. Við fengum næstum því á okkur átta mörk,“ sagði Maradona. „Sampaoli er samt heppinn. Ef óskabarnið okkar [Messi] er í stuði þá bætir hann fyrir öll mistökin,“ sagði Maradona. „Það eru 60 prósent líkur á því að við verðum heimsmeistarar. Ástæðan. Aðrar þjóðir geta safnað upp í góða kóra en þeir geta aldrei fundið söngvara eins og Messi. Hann er eini einsöngvarinn,“ sagði Maradona í miklu stuði í líkingamálinu. Maradona er líka mjög svartsýnn fyrir stöðu mála í framtíðinni. „Við erum á slæmri leið og ég sé þetta ekki enda vel. Eftir Messi, hvað er þá? Það er engin framtíð eftir Messi,“ sagði Maradona. Maradona er ekki hrifinn af Mauro Icardi hjá Internazionale sem þjálfarinn Jorge Sampaoli velur frekar en Gonzalo Higuain hjá Juventus. „Það er vandræðalegt fyrir okkur að þurfa treysta á Icardi. Pipa [Higuain] er tíu sinnum betri en Icardi,“ sagði Maradona og hann telur einnig að liðið þurfi að nýta krafta Carlos Tevez. „Við erum að skrapa botninn á tunnunni til að finna níuna okkar. Auðvitað eigum við að nota Tevez. Við höfum ekkert annað,“ sagði Maradona. Ísland og Argentína mætast í Moskvu 16. júní næstkomandi. Það verður fyrsti leikur Íslands á heimsmeistaramóti í fótbolta.#EstadiosRusia2018 Nombre: Otkrytie Arena Sede: Moscú Capacidad: 45.000 En este estadio se jugarán 4 partidos de fase de grupos: Argentina vs Islandia Polonia vs Senegal Bélgica vs Túnez Serbia vs Brasil pic.twitter.com/d2G0EDX0ZW — Datos y Curiosidades Rusia 2018 (@DatosRusia) February 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira