Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Sunna er enn lömuð fyrir neðan brjóstkassa og hefur enga tilfinningu í fótum. Unnur Birgisdóttir „Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
„Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12