Neyðarkall frá Spáni til skoðunar í ráðuneytinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Sunna er enn lömuð fyrir neðan brjóstkassa og hefur enga tilfinningu í fótum. Unnur Birgisdóttir „Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“ Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Við erum að leita allra leiða og skoða hvort hægt sé að greiða fyrir því að hún fái betri umönnun og að hún fái vegabréfið sitt,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, um hjálparbeiðni Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali við Sunnu, á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, í gærkvöld, kom fram að hjálparbeiðni hennar hefur legið á borði íslenskra stjórnvalda frá því í síðustu viku. Lögmaður Sunnu vill freista þess að fá farbanni aflétt gegn því að íslensk stjórnvöld gangi í ábyrgð fyrir hana. „Við erum búin að leggja fram erindi til íslenska ríkisins þess efnis að ég fái að fara fara heim á þessari undanþágu en þeir ábyrgist að ég verði til taks vilji spænska lögreglan yfirheyra mig frekar eða er með einhverjar frekari spurningar,“ segir Sunna. Beiðnin hafi verið send utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og sendiherra Íslands fyrir Spán.„Þetta var gert í síðustu viku og ég bjóst við að það yrði bara undirritað strax því ég er ekki að fara að flýja neitt sko.“ Aðspurð segist Sunna ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju ráðuneytið hefur dregið lappirnar í þessu. „Og ég er satt að segja bara vonsvikin. Því fyrir mér lítur þetta út sem mín eina von eins og er til að komast heim sé að ríkið aðstoði mig í þessu.“ Atburðir undanfarinna vikna hafa fengið mjög á Sunnu, ekki bara líkamlega, en hún hefur enga tilfinningu í neðri hluta líkamans og er lömuð fyrir neðan brjóst, heldur hafa atburðirnir haft mikil áhrif á hana andlega, enda hvert áfallið rekið annað. Sunna segist enga áfallahjálp hafa fengið; hvorki sálfræðiaðstoð né aðra andlega hjálp og lýsir í viðtalinu þegar hún fékk taugaáfall á spítalanum á mánudag. Eiginmaður Sunnu Elviru situr í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Aðspurð segir Sunna erfitt að vita af honum í varðhaldi og fá engin svör. „Mig vantar svo að fá svör, hvað gekk eiginlega á, hvað var í gangi? Og hvað er hann búinn að koma mér í?“
Birtist í Fréttablaðinu Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00 Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57
Ekki fengið skýringar á hvers vegna Sunna hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir sendifulltrúa ráðuneytisins sem fór til Spánar í gær ekki hafa fengið neinar skýringar á því hvers vegna Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur ekki verið flutt á annað sjúkrahús. 13. febrúar 2018 14:00
Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Fjölskylduvinur Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, segir að það þurfi að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að ná henni heim. 11. febrúar 2018 15:12