Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:58 Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Mynd/Lindarvatn ehf. Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum. Skipulag Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira
Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum.
Skipulag Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Innleiðing samræmds námsmats þoli ekki bið „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Sjá meira