Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2018 13:36 Sigríður er ánægð með viðbrögð lögreglunnar og telur málaflokknum ekki til framdráttar að einhver fjúki vegna málsins. „Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“ Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ég er mjög ánægð með hversu hratt lögreglan brást við,“ segir Sigríður Á. Andersen í samtali við Vísi.Líkt og fram hefur komið hafa mál starfsmanns barnaverndar Reykjavíkurborgar, sem kærður hefur verið fyrir kynferðisbrot, verið mjög í deiglunni. Í gær var haldinn sérstakur blaðamannafundur þar sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn kynntu niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglu vegna málsins. Dómsmálaráðherra segist ánægð með ferlið sem hafi fari í gang. Lögreglustjóri fái mann til að skoða þetta sérstaklega, ekki bara þetta mál heldur öll sambærileg mál sem liggja óafgreidd hjá embættinu. „Ég er ánægð með þetta ferli,“ segir Sigríður Á. Andersen. En fréttastofa Bylgjunnar ræddi jafnframt þetta sama mál við hana í hádegisfréttum nú fyrr í dag.Öflugt fólk undir miklu álagiEn, spurt er um ábyrgð? Er það svo að hjá hinu opinbera þá ber aldrei neinn ábyrgð á einu né neinu? Spurt er hvort ekki sé ástæða til að hausar fjúki? „Mönnum er ekki vikið úr störfum nema það liggi fyrir eitthvað saknæmt. Það þarf að liggja fyrir áminning, þetta er ákveðið ferli sem menn þekkja. Þetta eru mannleg mistök en ég er ekki viss um að það sé málefninu til framdráttar að horfa í það eitt að það þurfi hausar að fjúka, eins og þú orðar það. Það vinnur þarna öflugt fólk, undir gríðarlegu álagi í erfiðum málaflokki. Allir vinna að þessu markmiði af heilum hug, að réttlætið nái fram að ganga. Það geta orðið mistök.“Alvarleg yfirsjón Sigríður bætir því við að það liggi fyrir að mistök hafi verið gerð, þau að tilkynna þetta ekki til barnaverndarnefndar. „Svo verða menn að líta til þess hvort það hafi haft einhverjar sérstakar afleið98ingar og það liggur ekkert fyrir um það. Það er alvarleg yfirsjón að gera það ekki, því gert er ráð fyrir að menn geri það. En, ég er ánægð með viðbrögð lögreglunnar í þessu og styð hana heilshugar í framhaldinu sem er að fara yfir þetta verklag allt saman og var einmitt að kynna það á blaðamannafundi sjálf um daginn, fjölgun stöðugilda í þessum málaflokki. Meðal annars við að fara yfir verklag. Og samræma verklag. Til að tryggja skilvirka málsmeðferð.“
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12 Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17 Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27 Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Innri athugun lögreglu leiddi í ljós alvarleg mistök Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. 12. febrúar 2018 18:12
Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. 6. febrúar 2018 18:17
Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. 9. febrúar 2018 12:27
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19