Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:01 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson ætla sér borgarstjórastólinn. Vísir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39