Íslendingar heimsmeistarar í „þetta reddast“-viðhorfinu Guðný Hrönn skrifar 13. febrúar 2018 06:00 Margrét Reynisdóttir er sérfræðingur í þjónustu. Visir/ernir Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira
Til að svara fjölmörgum spurningum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði um hvað einkennir Íslendinga og íslenska vinnustaði hefur Margrét Reynisdóttir hjá Gerum betur þróað námskeiðið Góð ráð í samskiptum við Íslendinga! „Lykillinn að því að vinna í íslensku umhverfi er að skilja íslenskan hugsunarhátt,“ segir Margrét. „Ég hef oft fengið að heyra: „ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr“ eða „nú skil ég...“.“ Margrét segir til dæmis Íslendinga vera heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum en þetta kæruleysislega viðhorf þekkist ekki víða erlendis. „Ef við skoðum nokkra þætti sem við ræðum á námskeiðinu og alhæfum aðeins þá má kalla Íslendinga heimsmeistara í „þetta reddast“-hugsunarhættinum. Bjartsýni Íslendingar og sveigjanleikinn sem felst í „þetta reddast“ gerir þeim kleift að ljúka við verkefni sem ýmsum öðrum þjóðum þætti flestum ógerningur,“ segir Margrét kímin.Íslendingar vita að það þýðir ekkert að stressa sig á hlutunum, því þetta reddast allt saman.Visir/GettyHún tekur tvö dæmi: „Leiðtogafundurinn í Höfða 1986 er gott dæmi um þessa bjartsýni og dugnað. Annað dæmi er þegar þurfti að reisa nýja brú yfir Múlakvísl á einni viku. Allir lögðust á eitt og kláruðu málið. Það kæmi ekki á óvart þótt ýmsar aðrar þjóðir hefðu þurft að funda vikum og jafnvel mánuðum saman til að klára slíkt afrek. Þótt Íslendingar vinni ekki endilega eftir þýsku skipulagi eða séu endilega stundvísir þá eru þeir gjarnan snillingar í að redda öllu á síðustu mínútunum. „Það er nóg af óvissu,“ sagði einn vinur minn til dæmis rólegur um daginn þegar hann leit út um gluggann og sá að veðrið hafði breyst á augabragði. Næsta skref hjá honum var að aðlaga akstursþjónustu fyrirtækisins í einum grænum, einu sinni enn. Breytilegt veður getur kallað á að breyta öllu skipulagi á einni mínútu hérlendis á meðan sumar þjóðir búa við stöðugra veðurfar og geta skipulagt meira og lengra fram í tímann,“ útskýrir Margrét. Fleira sem Margrét bendir á í námskeiði sínu er að Íslendingar eru ekkert að eyða tíma í óþarfa afsökunarbeiðnir og gætu því virkað ókurteisir í augum útlendinga. „Íslendingar hafa oftast ekki fyrir því að biðjast afsökunar rekist þeir utan í annað fólk eða biðja afsökunar yfirleitt. En Bretar gætu t.d. kennt Íslendingum eitt og annað í þessum málum. Íslendingar eru almennt ekkert að eyða tímanum í svona óþarfa.“ Þá bendir Margrét líka fólki af öðru þjóðerni á að Íslendingar horfa mikið á annað fólk í kring um sig. „Slíkt getur þótt dónalegt eða ágengt hjá öðrum þjóðum,“ segir Margrét og minnir aftur á að hún sé að tala almennt um Íslendinga og að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við alla landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Sjá meira