Sýndi tveimur föstum Kínverjum sveitina og gaf þeim síðan í nefið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Ferðamennirnir tveir, sáttir við matarborðið. Viðar Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira