Einn var fluttur á slysadeild eftir að átta bíla árekstur varð á Reykjanesbraut á brúnni við Vogagatnamót rétt fyrir klukkan þrjú í dag.
Reykjanesbrautin var lokuð í báðar áttir vegna slyssins en á vef Vegagerðarinnar kemur fram að búið er að opna fyrir umferð.
Varðstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að gengið hafi vel að rýma Reykjanesbrautina.
Ekki er vitað um líðan mannsins sem fluttur var á slysadeild.
Árekstur þessi er annar átta bíla áreksturinn í dag.
Fréttin var uppfærð kl. 16:45.
Einn fluttur á slysadeild eftir átta bíla árekstur á Reykjanesbraut
Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
