Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. febrúar 2018 15:12 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57