Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. febrúar 2018 15:12 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57