Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi. Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi.
Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?