Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. febrúar 2018 19:30 Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi. Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti.Forsaga málsins er sú að að barninu hafði verið dæmdar bætur eftir að upp komst um kynferðislega misnotkun kennara. Þegar börn eru undir lögaldri og ófjárráða þegar þeim eru dæmdar bætur eru þær lagðar inn á fjárvöslureikning í umsjón lögfræðings eða réttargæslumanns þeirra.Haustið er brotaþoli varð átján ára var gert tilkall til bótanna og reyndu aðstandendur að ná sambandi við Sif en án árangurs. Þá var hún flutt búferlum til Belgíu þar sem hún hafði tekið við nýju starfi.Í frétt Vísis frá 2008 kemur fram að brotaþoli hafi kært Sif til Lögmannafélags Íslands vegna málsins. Í viðtali við Vísi árið sagði Björn Bergsson, lögfræðingur á Mandat lögmannsstofu að róðarí hafi verið í rekstri Sifjar, en hann sá um frágang á bókhaldi og rekstri hennar eftir að hún flutti út.Hann segir í viðtalinu að hann hafi sjálfur náð í Sif og fengið hana til þess til að senda honum pening sem hann greiddi út til fólksins. Kæran hjá Lögmannafélaginu var því á endanum dregin til baka.Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra.vísir/ErnirGuðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra staðfesti í viðtali við fréttastofu í dag að hann hafi vitað af málinu áður en hún var ráðin til starfa. „Við fórum yfir þetta saman og bæði eins og sjá má á fréttinni og eins það sem hún sagði við mig, fullvissaði hún mig um það að þarna væri mál sem var gengið frá á sínum tíma,“ segir Guðmundur Ingi GuðbranssonHvað finnst þér um þetta mál?„Mér finnst þettta í fyrsta lagi leiðinlegt ef þetta mögulega gæti ýft upp einhverjar tilfinningar hjá brotaþolanum,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt heimildum okkar fékk brotaþoli greiddar bæturnar eftir að hafa þurft að ganga á eftir þeim.Hefurðu fullvissu fyrir því frá Sif að bæturnar hafi verið greiddar beint út af fjárvörslureikningi? „Ég hef þær heimildir að þetta hafi verið greitt af reikningum hérna heima sem að ég stend í þeirri trú um að séu þessir svokölluðu fjárvörslureikningar.“Þú hefur ekki fengið það staðfest?„Ég veit ekki betur en að svo sé.“ Er eðlilegt að einstaklingur starfi við svo ábyrgðarmikið starfieins og Sif er í þegar hægt er að efast um hæfni hennar með þessum hætti þegar allar upplýsingar liggja ekki fyrir.„Ég myndi ekki segja að upplýsingar liggi ekki fyrir.“Þú ert ekki með það staðfest að það hafi verið greitt beint af fjárvörslureikningunum, þú hefur bara orð fyrir því?„Já, ég hef orð fyrir því en það er sjálfsagt hægt að skoða það og komast að því. Það var hennar vinur og félagi og samstarfsmaður til margra ára sem gekk frá þessu máli eins og kemur fram í fréttinni 2008.“En hann talar um að það hafi verið róðarí á rekstrinum?„Ég þekki það svo sem ekki betur en málinu var lokað, sem betur fer, og ég held að það sé það sem skiptir mestu máli.“Umhverfisráðherra segir Sif njóta trausts í starfi.
Stj.mál Tengdar fréttir Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Kærð fyrir að greiða barni ekki bætur Sif Konráðsdóttir lögfræðingur var kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur. Sif skilaði inn Lögmannaréttindum sínum og býr nú í Belgíu. Úrskurðarnefnd lögmannafélagsins hætti rannsókn á málinu eftir að sættir náðust. 4. júlí 2008 16:24