Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. mars 2018 03:15 Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent