Rútumenn öskureiðir út í Isavia Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2018 15:06 Hallgrímur telur engan vafa á leika að Isavia er að bolast í krafti einokunarstöðu sinnar. Hann segir Leifsstöð mestu okurbúllu sem þekkist á byggðu bóli. Gríðarleg reiði er innan ferðaþjónustunnar með ákvörðun Isavia um að leggja á sérstök gjöld á rútur sem við Leifsstöð leggja til að sækja farþega. „Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr.,“ skrifa Clive Stacey í grein sem Vísir birti nú áðan.Mikil og víðtæk gremjaNú er yfirstandandi fjölmennur fundur hjá Saf – Samtökum ferðaþjónustunnar – þar sem rætt er um þessa stöðu sem upp er komin. Samkvæmt heimildum Vísis er fullur hugur á að taka upp einhverjar aðgerðir í mótmælaskyni, til dæmis að leggja rútum við Leifsstöð og hindra þar umferð. Sama hvar borið er niður, gríðarleg gremja er meðal þeirra sem að rútubílarekstri standa. Vísir ræddi við Hallgrím Lárusson, sem er framkvæmdastjóri og eigandi Snæland hópferðafyrirtækisins. Hann segir þetta rétt þó hann viti ekki til þess að neina aðgerðir séu í farvatninu. „Ég er ekki sá eini sem er pirraður yfir þessu, heldur allur bransinn. Þetta eru afskaplega vond vinnubrögð.“Bolast í krafti einokunarstöðuHallgrímur bendir á að þetta snúi ekki bara að rútufyrirtækjunum og rútumönnum, heldur öllum sem þurfa að ferðast með rútum. Þá segir hann fyrirliggjandi að Isavia sé að bolast í krafti einokunaraðstöðu sinnar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Víst er að honum er hugsuð þegjandi þörfin af aðilum innan ferðaþjónustunnar.visir/pjetur„Já, þeir eru að því. Ef ég hækka mín gjöld upp fyrir öll velsæmismörk fer kúnninn eitthvað annað. Ég kemst ekkert annað með mínar rútur. Ég er ekki einu sinni kúnninn þeirra, þetta er einfaldlega nokkuð sem samfélagið allt þarf á að halda svo þetta gangi upp. Ef þetta er ekki græðgi þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Hallgrímur. Hann telur ljóst að ef Isavia ætlar að halda þessari innheimtu og verðlagningu til streitu þá muni sjóða uppúr. Samkeppnisyfirvöld eru með málið til athugunar en Isavia ætlar, þrátt fyrir að málið sé til rannsóknar, að halda sínu striki.Rútufyrirtæki borga Isavia hundruð milljóna árlegaFyrir liggur að ekki verður gripið til bráðabirgðaaðgerða vegna málsins af hálfu yfirvalda. „Ég hugsa að þeir séu að rukka inn fleiri hundruð milljónir inn á ári. Frá rútufyrirtækjunum. En þetta snýr að öllum þeim sem þurfa að nýta sér þjónustu hópferðabíla í Keflavík. Þetta bætist ofan á hjá farþegum gjald sem nemur fleiri hundruð milljónum króna á ári. Ég er ekki með stærsta og eina fyrirtækið i bransanum, en miðað við þær forsendur sem eru á þessari gjaldskrá hjá Isavia þá erum við að fá reikning uppá 40 milljónir og munar um minna.“Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað.visir/stefán karlssonHallgrímur segir að fyrirvarinn á þessu sé frámunalega stuttur eða aðeins þrír mánuðir. Hann segir að menn séu farnir að hlæja að Leifsstöð.Leifsstöð mesta okurbúlla á byggðu bóli„Leifsstöð er mesta okurbúlla sem finnst á byggðu bóli. Isavia gengur of langt. Þeir búa við einokunaraðstöðu og þetta er klárlega skattheimta. Þessir peningar eru ekkert að fara í að halda við bílastæðum,“ segir Hallgrímur. Heldur eitthvað allt annað.Þeir gætu malbikað þetta bílastæði úr gulli, þessir peningar ættu að duga í það, einu sinni á ári. Menn hafa víða farið en enginn þekkir viðlíka gjald hjá neinni flugstöð,“ segir Hallgrímur sem veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta.Útboð í fyrra talið rót vandans Forsaga málsins er sú að í fyrra bauð Isavia út aðstöðu fyrir hópferðabíla beint fyrir framan flugstöðina, ásamt sölubásum innanhúss. Tilboðin voru um greiðslu til Isavia hlutfall af öllum tekjum vegna flutnings farþega frá flugstöðinni. Í því útboði buðu Kynnisferðir hæst eða 41,2 prósent af tekjum og Hópbílar næsthæst, 33 prósent af tekjum.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum.Í samtölum við aðila innan ferðaþjónustunnar kemur fram að þar að auki borga fyrirtækin eitthvað lítilræði í hverjum mánuði fyrir sjálf rútustæðin. Akstur samkvæmt þessum samningum á að hefjast á morgun, 1. mars. Bæði Kynnisferðir og Hópbílar eru búin að hækka fargjöldin um 500 kr. en það dugar samt ekki fyrir afgjaldinu til Isavia. Önnur rútufyrirtæki geta tekið farþega upp á svokölluðu fjarstæði, sem er um 200 metra frá flugstöðinni.Ofurgjaldtaka Isavia við LeifsstöðÞann 1. desember síðastliðinn tilkynnti Isavia að frá og með 1. mars yrði tekið gjald fyrir hvert skipti sem rúta færi inn á fjarstæðið, frá 7.900 krónur fyrir minni rútur og 19.900 krónur fyrir stærri rútur, óháð farþegafjölda sem rútan væri að sækja. Þessu var mótmælt harðlega og Gray Line kærði þá gjaldtöku til Samkeppniseftirlitsins sem ákvað að hefja rannsókn á því hvort um misnotkun Isavia á markaðsráðandi stöðu væri að ræða. Þeirri rannsókn er ekki lokið. Ýmsum innan ferðaþjónustunnar finnst eitt og annað undarlegt, ekki bara það sem þeir nefna óhikað „ofurgjaldtöku“. Til að mynda það að ef 10 farþegar setjast inn í stóra rútu, þá er hver og einn að borga 2.000 krónur til Isavia bara fyrir að fá að setja inn í rútuna. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Hækka verð fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll sé borgað við hlið Isavia mun um næstu mánaðarmót taka upp nýja gjaldskrá við bílastæðahlið við Keflavíkurflugvöll og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hlið. 2. febrúar 2018 14:04 Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Gríðarleg reiði er innan ferðaþjónustunnar með ákvörðun Isavia um að leggja á sérstök gjöld á rútur sem við Leifsstöð leggja til að sækja farþega. „Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr.,“ skrifa Clive Stacey í grein sem Vísir birti nú áðan.Mikil og víðtæk gremjaNú er yfirstandandi fjölmennur fundur hjá Saf – Samtökum ferðaþjónustunnar – þar sem rætt er um þessa stöðu sem upp er komin. Samkvæmt heimildum Vísis er fullur hugur á að taka upp einhverjar aðgerðir í mótmælaskyni, til dæmis að leggja rútum við Leifsstöð og hindra þar umferð. Sama hvar borið er niður, gríðarleg gremja er meðal þeirra sem að rútubílarekstri standa. Vísir ræddi við Hallgrím Lárusson, sem er framkvæmdastjóri og eigandi Snæland hópferðafyrirtækisins. Hann segir þetta rétt þó hann viti ekki til þess að neina aðgerðir séu í farvatninu. „Ég er ekki sá eini sem er pirraður yfir þessu, heldur allur bransinn. Þetta eru afskaplega vond vinnubrögð.“Bolast í krafti einokunarstöðuHallgrímur bendir á að þetta snúi ekki bara að rútufyrirtækjunum og rútumönnum, heldur öllum sem þurfa að ferðast með rútum. Þá segir hann fyrirliggjandi að Isavia sé að bolast í krafti einokunaraðstöðu sinnar.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Víst er að honum er hugsuð þegjandi þörfin af aðilum innan ferðaþjónustunnar.visir/pjetur„Já, þeir eru að því. Ef ég hækka mín gjöld upp fyrir öll velsæmismörk fer kúnninn eitthvað annað. Ég kemst ekkert annað með mínar rútur. Ég er ekki einu sinni kúnninn þeirra, þetta er einfaldlega nokkuð sem samfélagið allt þarf á að halda svo þetta gangi upp. Ef þetta er ekki græðgi þá veit ég ekki hvað það er,“ segir Hallgrímur. Hann telur ljóst að ef Isavia ætlar að halda þessari innheimtu og verðlagningu til streitu þá muni sjóða uppúr. Samkeppnisyfirvöld eru með málið til athugunar en Isavia ætlar, þrátt fyrir að málið sé til rannsóknar, að halda sínu striki.Rútufyrirtæki borga Isavia hundruð milljóna árlegaFyrir liggur að ekki verður gripið til bráðabirgðaaðgerða vegna málsins af hálfu yfirvalda. „Ég hugsa að þeir séu að rukka inn fleiri hundruð milljónir inn á ári. Frá rútufyrirtækjunum. En þetta snýr að öllum þeim sem þurfa að nýta sér þjónustu hópferðabíla í Keflavík. Þetta bætist ofan á hjá farþegum gjald sem nemur fleiri hundruð milljónum króna á ári. Ég er ekki með stærsta og eina fyrirtækið i bransanum, en miðað við þær forsendur sem eru á þessari gjaldskrá hjá Isavia þá erum við að fá reikning uppá 40 milljónir og munar um minna.“Rútur við Leifsstöð. Þeir sem reka rútufyrirtæki eru reiðir vegna gjaldtöku sem lögð hefur verið á þær rútur sem koma til að sækja farþega þangað.visir/stefán karlssonHallgrímur segir að fyrirvarinn á þessu sé frámunalega stuttur eða aðeins þrír mánuðir. Hann segir að menn séu farnir að hlæja að Leifsstöð.Leifsstöð mesta okurbúlla á byggðu bóli„Leifsstöð er mesta okurbúlla sem finnst á byggðu bóli. Isavia gengur of langt. Þeir búa við einokunaraðstöðu og þetta er klárlega skattheimta. Þessir peningar eru ekkert að fara í að halda við bílastæðum,“ segir Hallgrímur. Heldur eitthvað allt annað.Þeir gætu malbikað þetta bílastæði úr gulli, þessir peningar ættu að duga í það, einu sinni á ári. Menn hafa víða farið en enginn þekkir viðlíka gjald hjá neinni flugstöð,“ segir Hallgrímur sem veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta.Útboð í fyrra talið rót vandans Forsaga málsins er sú að í fyrra bauð Isavia út aðstöðu fyrir hópferðabíla beint fyrir framan flugstöðina, ásamt sölubásum innanhúss. Tilboðin voru um greiðslu til Isavia hlutfall af öllum tekjum vegna flutnings farþega frá flugstöðinni. Í því útboði buðu Kynnisferðir hæst eða 41,2 prósent af tekjum og Hópbílar næsthæst, 33 prósent af tekjum.Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line segir að fyrirhuguð gjaldtaka Isavia muni koma niður á neytendum.Í samtölum við aðila innan ferðaþjónustunnar kemur fram að þar að auki borga fyrirtækin eitthvað lítilræði í hverjum mánuði fyrir sjálf rútustæðin. Akstur samkvæmt þessum samningum á að hefjast á morgun, 1. mars. Bæði Kynnisferðir og Hópbílar eru búin að hækka fargjöldin um 500 kr. en það dugar samt ekki fyrir afgjaldinu til Isavia. Önnur rútufyrirtæki geta tekið farþega upp á svokölluðu fjarstæði, sem er um 200 metra frá flugstöðinni.Ofurgjaldtaka Isavia við LeifsstöðÞann 1. desember síðastliðinn tilkynnti Isavia að frá og með 1. mars yrði tekið gjald fyrir hvert skipti sem rúta færi inn á fjarstæðið, frá 7.900 krónur fyrir minni rútur og 19.900 krónur fyrir stærri rútur, óháð farþegafjölda sem rútan væri að sækja. Þessu var mótmælt harðlega og Gray Line kærði þá gjaldtöku til Samkeppniseftirlitsins sem ákvað að hefja rannsókn á því hvort um misnotkun Isavia á markaðsráðandi stöðu væri að ræða. Þeirri rannsókn er ekki lokið. Ýmsum innan ferðaþjónustunnar finnst eitt og annað undarlegt, ekki bara það sem þeir nefna óhikað „ofurgjaldtöku“. Til að mynda það að ef 10 farþegar setjast inn í stóra rútu, þá er hver og einn að borga 2.000 krónur til Isavia bara fyrir að fá að setja inn í rútuna.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Tengdar fréttir Hækka verð fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll sé borgað við hlið Isavia mun um næstu mánaðarmót taka upp nýja gjaldskrá við bílastæðahlið við Keflavíkurflugvöll og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hlið. 2. febrúar 2018 14:04 Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40 Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Hækka verð fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll sé borgað við hlið Isavia mun um næstu mánaðarmót taka upp nýja gjaldskrá við bílastæðahlið við Keflavíkurflugvöll og mun verð fara úr 1.250 krónum í 1.750 krónur á dag ef borgað er við hlið. 2. febrúar 2018 14:04
Rannsakar gjaldtöku Isavia á Keflavíkurflugvelli Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt Isavia að rannsókn sé hafin á gjaldtöku af hópferðabílum við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. 8. febrúar 2018 10:40
Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. 28. febrúar 2018 12:53