Kjarasamningar halda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 14:15 Frá blaðamannafundi sem hófst að loknum formannafundinum. vísir/heimir már Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30
Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05