Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 06:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Mikið fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að skutla henni til vinnu. Bílstjórinn mun hafa farið heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Málið er litið mjög alvarlegum augum. Fréttablaðið hefur fengið það staðfest að konan var sótt af bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra á sambýlið Vættaborgir í Grafarvogi í gærmorgun. Af heimili hennar átti að skutla henni til vinnu í Lækjarási, vinnustað fyrir fatlaða í Fossvoginum. Konan skilaði sér hins vegar ekki til vinnu og fóru þá verkferlar í gang hjá Lækjarási og farið að grennslast fyrir um ferðir konunnar.Sjá einnig: Svona týndist stúlkan Fljótlega fengust þau svör að konan hefði verið sótt á sambýlið og við nánari eftirgrennslan fannst hún ein og yfirgefin í bílnum, þar sem hún hafði mátt sitja meðan bílstjórinn var í kaffi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er málið litið alvarlegum augum og allir sem að því komu í áfalli. Konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.Gripið til aðgerða Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem manneskja gleymist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra en slíkt atvik kom upp í febrúar 2015 þegar 18 ára stúlka, sem lýst hafði verið eftir fannst í bíl við heimili bílstjórans um kvöld. Hafði hún þá mátt dúsa þar í nokkrar klukkustundir. Það atvik vakti mjög hörð viðbrögð og var í kjölfarið skipuð neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra sem skilaði skýrslu um málið í mars 2015. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var skjótt brugðist við málinu hjá Strætó í gærmorgun og gripið til aðgerða gagnvart bílstjóranum. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann var í leyfi og hafði því ekki heyrt af því. Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, segir að þar á bæ hafi viðbrögðin verið að hlúa að konunni. Þrátt fyrir alvarleika atviksins segir hún akstursþjónustuna hafa batnað mikið eftir erfiða byrjun á sínum tíma og atvik sem þessi fátíð. „En þetta er eitthvað sem á ekki að gerast.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46
Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stefán Eiríksson fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun leiða nýja neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða. 5. febrúar 2015 09:55