Sér ekki eftir því að hafa staðið upp og sagt frá Benedikt Bóas skrifar 28. febrúar 2018 08:00 „Það besta við þessa #metoo-byltingu er hvað hún er tímasett vel og hún hefði ekki gerst nema vera tímabær. En þá er líka mikilvægt að hlusta á alla og að það séu fjölbreytt sjónarhorn,“ segir Björk í viðtali við Glamour. Silja Magg „Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“ Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira
„Femínismi, ef eitthvað er, þarf að vera sveigjanlegur og opinn, og ekki stífur og harður. Maður má ekki breytast í einhvern bitran krepptan hnefa,“ segir Björk Guðmundsdóttir meðal annars í viðtali við tímaritið Glamour sem kemur í búðir í dag. Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri blaðsins, tók viðtalið. Björk prýðir forsíðuna undir myndum frá Silju Magg og ræðir um ýmis málefni, meðal annars um femínisma, kvennabaráttuna, #metoo-byltinguna og hvernig það sé að vera kona í tónlist. Björk bendir á að kynslóð móður hennar hafi háð baráttu sem hennar kynslóð hafi notið góðs af. Hún hafi þó ekki viljað bara öskra, kvarta og kveina heldur einnig framkvæma. „Ég gerði það í 20 ár, var ekkert að kvarta. Það var ekkert auðvelt og ekkert erfitt, það var mikill meðbyr á þessum tíma,“ segir hún og heldur áfram: „Það var réttur jarðvegur sem móðir mín og hennar kynslóð börðust fyrir á undan. Maður fann alveg allt í kring að þetta var í fyrsta sinn sem kona gerði hitt og þetta. En svo byrjaði ég í fyrsta skipti að finna fyrir þessu fyrir 5-6 árum og þá var það frá kynslóðinni sem er á þrítugsaldri núna, fædd í kringum 1990. Þá voru þær að segja við mig: „Af hverju ert þú að láta eins og þetta sé ekkert mál?“ Eins og ég hefði svikið málstaðinn. „Þetta er mál og hættu að láta eins og þetta sé ekkert mál.“ Þá fór ég að hugsa, ég er búin að vera 20 ár að vinna eftir því að trikkið sé að láta eins og þetta sé ekkert mál og svo allt í einu breytist loftslagið og þá verður maður að breytast með.“ Hún bendir á að skömmu eftir að Vulnicura kom út hafi hún farið í viðtal við Pitchfork, sem margir hafa vitnað í síðan. Þá hafi hún skynjað að femínisminn hafði breyst. „Þetta fann ég að gæti breytt einhverju, gæti í alvörunni náð árangri. Og síðan þá hef ég, síðustu 3-4 ár, staðið upp og sagt hluti, ég sé ekkert eftir því.“
Birtist í Fréttablaðinu Björk MeToo Mest lesið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Lífið Fleiri fréttir Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Sjá meira