Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 22:26 Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. Vísir/Ernir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag? Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag?
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira