Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 15:45 Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra, Jóhannes Stefánsson lögmaður og Ágúst Bjarni Garðarsson aðstoðarmaður ráðherra. Vísir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, bað Jóhannes Stefánsson lögmann um að biðjast lausnar úr starfshópi sem hefur það hlutverk að fara yfir regluverk um leigubílaakstur. Greint var fyrst frá málinu á vef Fréttablaðsins. Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði skipað Jóhannes í starfshópinn. Jón lét af störfum sem samgönguráðherra í nóvember í fyrra eftir að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafði verið mynduð. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk ráðherraembættið og sat Jóhannes áfram í starfshópnum í umboði Sigurðar til 30. janúar síðastliðinn. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir því að Sigurður Ingi ákvað að biðja Jóhannes Stefánsson um að biðjast lausnar úr hópnum var sú að ráðherra vildi fá sinn fulltrúa í þangað. Skipaði hann því aðstoðarmann sinn Ágúst Bjarna Garðarsson í hópinn í stað Jóhannesar.Kallaður „Frjálsmundur“ af leigubílstjórum „Ég vil nýta tækifærið og þakka Sigurði Inga það traust sem hann sýndi mér á meðan ég sat í hans umboði í nefndinni,“ segir Jóhannes Stefánsson í samtali við Vísi um málið. Hann segist ekki hafa fengið frekari útskýringar á ákvörðun Sigurðar Inga. Nefndin hafði verið að störfum frá því í október í fyrra en Jóhannes hefur tjáð sig nokkrum sinnum um starfið á Twitter. Þegar hann opinberaði að honum hefði verið treyst fyrir því að vera í hópnum sagðist hann ætla að halda á lofti sjónarmiðum frelsis.Undirrituðum hefur verið treyst til þess að taka þátt í endurskoðun laga um leigubifreiðar. Ég mun halda á lofti sjónarmiðum frelsis pic.twitter.com/HAhmOO3Lgl— Jóhannes Stefánsson (@joistef) October 23, 2017 Hann sagði til dæmis frá því að á einum af fundum hópsins hefði hann verið kallaður „Frjálsmundur“ af fulltrúum leigubílstjóra.Ég var á fundi leigubílanefndarinnar, hvar ég var kallaður “Frjálsmundur” af fulltrúum leigubílstjóra. Ég þakkaði bara fyrir hrósið— Jóhannes Stefánsson (@joistef) November 13, 2017 Ósammála um allt í uppafi Spurður hvort að hann hafi verið starfshópnum óþægilegur og þess vegna hafi ráðherra ákveðið að skipa annan í hópinn segist Jóhannes ekki geta sagt til um það og það séu í sjálfu sér bara getgátur. „Ég hafði aldrei farið leynt með skoðanir mínar á málinu og nokkrum sinnum búinn að tjá mig um það opinberlega. Ég veit ekki hvort það hafi skipt máli,“ segir Jóhannes sem hefur talað fyrir því að fólk eigi að njóta atvinnufrelsis sem því er áskilið samkvæmt stjórnarskrá. Hann segir sig og fulltrúa leigubílstjóra í starfshópnum hafa verið ósammála um allt í upphafi en eftir því sem leið á starf nefndarinnar fannst Jóhannesi nást meiri samhljómur á milli þeirra. „Þó ég hafi ekki séð áfangaskýrsluna vona ég að hún endurspegli það,“ segir Jóhannes.Frá málþingi leigubílstjóra á Grand Hótel í í fyrraVísir/GVALeigubílar verði í auknum mæli hluti af daglegum samgöngum Hann segir sína afstöðu til málsins ósköp einfalda, og þá sömu og hann hefur í öðrum málum. Fólk eigi að njóta atvinnufrelsis sem því er áskilið samkvæmt stjórnarskrá. Það sé bæði betra fyrir neytendur og bílstjórana sjálfa. Hægt verði þannig að haga þjónustu leigubifreiða, verðlagningu og framboði í samræmi við eftirspurn hverju sinni. „Það væri frábært að sjá leigubíla verða í auknum mæli hluta af daglegum samgöngum. Það gæti dregið úr almennri bílanotkun sem er mjög mikil hér á landi. Ef leigubílstjórar hefðu aukinn sveigjanleika í verðlagningu þá gætu þeir hagað henni með ólíkum hætti yfir daginn og til dæmis boðið tilboð á morgnanna til að skutla fólki í vinnu og verið með hærra verð á álagstíma sem þekkist til dæmis hjá Uber. Það væri mjög gott fyrir þá og auðvitað fyrir neytendurna líka,“ segir Jóhannes.Það væri frábært að sjá leigubíla verða í auknum mæli hluta af daglegum samgöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Vísir/GettyLíklegar hindranir sem brjóta gegn EES-samningi Sigurður Ingi sagði á Alþingi í síðustu viku að starfshópurinn hefði verið skipaður til að endurskoða í heild regluverk um leigubifreiðaakstur. Á starfshópurinn að leggja fram tillögur til ráðherra um hvort og þá hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á íslensku regluverki um leigubifreiðaakstur. Á hópurinn að hafa til hliðsjónar álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Noregi og frumkvæðisathugun stofnunarinnar á leigubifreiðamarkaði á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA sagði við Stöð 2 í síðustu viku að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningum. Eftirlitsstofnunin telur ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóta í bága við EES-samningsins en samskonar ákvæði er í íslenskum lögum sem kveður á um fjölda leigubifreiða. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni hér á landi og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamarkaðinn skilar tillögum sínum.Sigurður Ingi sagði á Alþingi í síðustu viku að starfshópurinn eigi að skila tillögum í mars næstkomandi. Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Koma þurfi böndum á Skutlara sem veki óhug mæðra eftir Birnumálið Leigubílstjórar hafa áhyggjur af börnunum, fá símtöl frá áhyggjufullum mæðrum og þvertaka fyrir að andstaða þeirra við skutlara tengist samkeppnissjónarmiðum. 18. maí 2017 10:00 Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, bað Jóhannes Stefánsson lögmann um að biðjast lausnar úr starfshópi sem hefur það hlutverk að fara yfir regluverk um leigubílaakstur. Greint var fyrst frá málinu á vef Fréttablaðsins. Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði skipað Jóhannes í starfshópinn. Jón lét af störfum sem samgönguráðherra í nóvember í fyrra eftir að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafði verið mynduð. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fékk ráðherraembættið og sat Jóhannes áfram í starfshópnum í umboði Sigurðar til 30. janúar síðastliðinn. Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að ástæðan fyrir því að Sigurður Ingi ákvað að biðja Jóhannes Stefánsson um að biðjast lausnar úr hópnum var sú að ráðherra vildi fá sinn fulltrúa í þangað. Skipaði hann því aðstoðarmann sinn Ágúst Bjarna Garðarsson í hópinn í stað Jóhannesar.Kallaður „Frjálsmundur“ af leigubílstjórum „Ég vil nýta tækifærið og þakka Sigurði Inga það traust sem hann sýndi mér á meðan ég sat í hans umboði í nefndinni,“ segir Jóhannes Stefánsson í samtali við Vísi um málið. Hann segist ekki hafa fengið frekari útskýringar á ákvörðun Sigurðar Inga. Nefndin hafði verið að störfum frá því í október í fyrra en Jóhannes hefur tjáð sig nokkrum sinnum um starfið á Twitter. Þegar hann opinberaði að honum hefði verið treyst fyrir því að vera í hópnum sagðist hann ætla að halda á lofti sjónarmiðum frelsis.Undirrituðum hefur verið treyst til þess að taka þátt í endurskoðun laga um leigubifreiðar. Ég mun halda á lofti sjónarmiðum frelsis pic.twitter.com/HAhmOO3Lgl— Jóhannes Stefánsson (@joistef) October 23, 2017 Hann sagði til dæmis frá því að á einum af fundum hópsins hefði hann verið kallaður „Frjálsmundur“ af fulltrúum leigubílstjóra.Ég var á fundi leigubílanefndarinnar, hvar ég var kallaður “Frjálsmundur” af fulltrúum leigubílstjóra. Ég þakkaði bara fyrir hrósið— Jóhannes Stefánsson (@joistef) November 13, 2017 Ósammála um allt í uppafi Spurður hvort að hann hafi verið starfshópnum óþægilegur og þess vegna hafi ráðherra ákveðið að skipa annan í hópinn segist Jóhannes ekki geta sagt til um það og það séu í sjálfu sér bara getgátur. „Ég hafði aldrei farið leynt með skoðanir mínar á málinu og nokkrum sinnum búinn að tjá mig um það opinberlega. Ég veit ekki hvort það hafi skipt máli,“ segir Jóhannes sem hefur talað fyrir því að fólk eigi að njóta atvinnufrelsis sem því er áskilið samkvæmt stjórnarskrá. Hann segir sig og fulltrúa leigubílstjóra í starfshópnum hafa verið ósammála um allt í upphafi en eftir því sem leið á starf nefndarinnar fannst Jóhannesi nást meiri samhljómur á milli þeirra. „Þó ég hafi ekki séð áfangaskýrsluna vona ég að hún endurspegli það,“ segir Jóhannes.Frá málþingi leigubílstjóra á Grand Hótel í í fyrraVísir/GVALeigubílar verði í auknum mæli hluti af daglegum samgöngum Hann segir sína afstöðu til málsins ósköp einfalda, og þá sömu og hann hefur í öðrum málum. Fólk eigi að njóta atvinnufrelsis sem því er áskilið samkvæmt stjórnarskrá. Það sé bæði betra fyrir neytendur og bílstjórana sjálfa. Hægt verði þannig að haga þjónustu leigubifreiða, verðlagningu og framboði í samræmi við eftirspurn hverju sinni. „Það væri frábært að sjá leigubíla verða í auknum mæli hluta af daglegum samgöngum. Það gæti dregið úr almennri bílanotkun sem er mjög mikil hér á landi. Ef leigubílstjórar hefðu aukinn sveigjanleika í verðlagningu þá gætu þeir hagað henni með ólíkum hætti yfir daginn og til dæmis boðið tilboð á morgnanna til að skutla fólki í vinnu og verið með hærra verð á álagstíma sem þekkist til dæmis hjá Uber. Það væri mjög gott fyrir þá og auðvitað fyrir neytendurna líka,“ segir Jóhannes.Það væri frábært að sjá leigubíla verða í auknum mæli hluta af daglegum samgöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Vísir/GettyLíklegar hindranir sem brjóta gegn EES-samningi Sigurður Ingi sagði á Alþingi í síðustu viku að starfshópurinn hefði verið skipaður til að endurskoða í heild regluverk um leigubifreiðaakstur. Á starfshópurinn að leggja fram tillögur til ráðherra um hvort og þá hvaða breytingar er nauðsynlegt að gera á íslensku regluverki um leigubifreiðaakstur. Á hópurinn að hafa til hliðsjónar álit Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Noregi og frumkvæðisathugun stofnunarinnar á leigubifreiðamarkaði á Íslandi og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum. Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA sagði við Stöð 2 í síðustu viku að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningum. Eftirlitsstofnunin telur ákvæði um fjöldatakmarkanir í norskum lögum um leigubifreiðar brjóta í bága við EES-samningsins en samskonar ákvæði er í íslenskum lögum sem kveður á um fjölda leigubifreiða. Stofnunin hefur beðið með að ljúka athugun sinni hér á landi og hyggst ekki grípa til neinna aðgerða gegn íslenska ríkinu vegna málsins þangað til vinnuhópur samgönguráðuneytisins um leigubifreiðamarkaðinn skilar tillögum sínum.Sigurður Ingi sagði á Alþingi í síðustu viku að starfshópurinn eigi að skila tillögum í mars næstkomandi.
Alþingi Samgöngur Tengdar fréttir Koma þurfi böndum á Skutlara sem veki óhug mæðra eftir Birnumálið Leigubílstjórar hafa áhyggjur af börnunum, fá símtöl frá áhyggjufullum mæðrum og þvertaka fyrir að andstaða þeirra við skutlara tengist samkeppnissjónarmiðum. 18. maí 2017 10:00 Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Koma þurfi böndum á Skutlara sem veki óhug mæðra eftir Birnumálið Leigubílstjórar hafa áhyggjur af börnunum, fá símtöl frá áhyggjufullum mæðrum og þvertaka fyrir að andstaða þeirra við skutlara tengist samkeppnissjónarmiðum. 18. maí 2017 10:00
Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00
Vill viðhalda stöðvarskyldu leigubílstjóra Leigubílstjórum líst illa á þær hugmyndir um að opna fyrir óhefta samkeppni á leigubílamarkaði og segja að það grafi undan atvinnuöryggi þeirra. Formaður bifreiðastjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum segir nauðsynlegt að viðhalda stöðvarskyldu bílstjóra til að tryggja öryggi farþega. 21. febrúar 2018 18:43
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00