Finnskur Eurovision-sérfræðingur hefur valið sitt sigurlag í Söngvakeppninni Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2018 10:04 Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. Aðsend Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum. Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Ef finnski Eurovision-fræðingurinn Thomas Lundin fengi einhverju ráðið yrði Ari Ólafsson fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. Og hver er þessi Thomas Lundin og hvaða vit hefur hann á Eurovision? Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Vísir ræddi við Thomas Lundin og bað hann um að gefa sitt álit á lögunum sex sem keppa til úrslita í Söngvakeppni Sjónvarpsins sem fara fram í Laugardalshöll laugardaginn 3. mars næstkomandi. Honum finnst mikið til Söngvakeppninnar koma í ár og segir lögin sex sem keppa til úrslita vera í raun betri en mörg lögin sem eru í undankeppni Svía fyrir Eurovision, Melodifestivalen. „Melodifestivalen er sögð besta forkeppnin í Evrópu. Ég er þó ekki viss lengur. Söngvakeppnin býður upp á mun meira. Til hamingju,“ segir Thomas. Hann bendir á að engin undankeppni sé í Finnlandi í ár. Nú þegar hefur verið ákveðið að söngkonan Saara Alto, sem varð í öðru sæti í X-Factor í Bretlandi árið 2016, verði fulltrúi Finna í Lissabaon. Hún hefur í félagi við lagahöfunda frá Finnlandi og Svíþjóð samið þrjú lög sem finnska þjóðin mun kjósa um 3. mars næstkomandi. Thomas segist eiga fjögur lög sem eru í miklu uppáhaldi í úrslitum Söngvakeppninnar í ár. Það eru lögin sem flutt eru af Degi Sigurðssyni, Focus-hópnum, Heimilistónum og Ara Ólafssyni. Auk þeirra fjögurra mun hópurinn Áttan og Aron Hannes eiga lög í úrslitunum.Dagur Sigurðsson - Í stormi„Þvílík rödd, guð minn góður,“ segir Thomas um Dag Sigurðsson, en Dagur tilkynnti í gær að hann muni flytja lagið sitt á íslensku í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég er mjög hrifinn af laginu líku, þetta er klassísk kraftballaða. Það vantar þó eitthvað upp á svo ég geti sagt með fullri vissu að um sé að ræða 12 stiga lag. Ég get eiginlega ekki útskýrt hvað vantar en lagið náði ekki alveg í gegn hjá mér. Þetta er hins vegar mjög fagmannlega unnið og gæti gert ágæta hluti í Lissabon,“ segir Thomas um lagið hans Dags.Fókus-hópurinn - Battleline „Þvílíkur kraftur,“ segir Thomas um Battleline, lag Fókus-hópsins. „Ég elska orkuna á sviðinu á undankvöldinu og raddir þeirra. Mér finnst íslenska útgáfan mun betri. Ef þau vinna vona ég að þau syngi á íslensku í Lissabon. Lagið sjálft er kannski ekki líklegt til að vinna Eurovision, en ég er viss um að það myndi ná í úrslitin.“Hér má heyra Fókus hópinn flytja lagið á íslensku, en þau munu flytja það á ensku í úrslitunum.Heimilistónar - Kúst og fæjó „Þetta gæti verið öruggasta valið fyrir Lissabon,“ segir Thomas um lag Heimilistóna, Kúst og fæjó. „Ég elska þessa geðveiki. Þvílík gleði og brjálæði,“ segir Thomas. Hann er sérlega hrifinn af vísun Heimilistóna í gamla tíma. „Ofan á allt er laglína Kúst og fæjó virkilega grípandi. Ég held að Evrópa átti sig ekki á því að hún þarf nákvæmlega þetta. Kannski verða hins vegar Evrópubúar með á nótunum og kjósa Heimilistóna, kannski ekki,“ segir Thomas. Ari Ólafsson - Our Choice „Þetta er mitt uppáhald,“ segir Thomas um Ara Ólafsson sem mun flytja lagið Our Choice í úrslitum Söngvakeppninnar. „Ég held að Ari gæti komið öllum að óvörum í Lissabon. Lagið er ótrúlega fallegt og röddin passar einstaklega vel við laglínuna. Ef keppnin í ár verður ballöðukeppni gæti þetta lag gert góða hluti. „Our Choice“ er mitt val fyrir Lissabon. 12 stig!,“ segir Thomas að endingu. Hér má heyra Ara flytja lagið á íslensku í undakeppni Söngvakeppninnar en hann mun flytja það á ensku í úrslitunum.
Eurovision Tengdar fréttir Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00 Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Snapchat gæti komið Heimilistónum í klípu Berist athugasemd frá Evrópu mun RÚV bregðast við í takt við lög og reglur. 23. febrúar 2018 11:00
Dagur hefur ákveðið að syngja á íslensku Íslenskan mun kannski hljóma á Eurovision sviðinu í Lissabon í maí. 23. febrúar 2018 15:30