Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 15:00 Dritvík í Snæfellsjökulsþjóðgarði er einn margra vinsælla ferðamannastaða á umræddu svæði þar sem símasamband og tetra-samband næst ekki. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um tíu kílómetra kafla í Snæfellsjökulsþjóðgarði á ári þar sem fullkomið fjarskiptaleysi ríkir. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar vonar að hægt verði að fara í úrbætur í sumar en hið dauða svæði hefur plagað vegfarendur og viðbragðsaðila um árabil. Tvö slys urðu á svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. „Þarna við Dritvík og Djúpalónssand koma mjög margir ferðamenn. Vonandi verður þetta dekkað í sumar en við erum að vinna í útreikningum og það er ekki búið að taka ákvörðun enn þá,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Hann segir málið nokkuð flókið en að Neyðarlínan sé búin að reisa 80 fjarskiptastöðvar um landið í samvinnu við Fjarskiptasjóð og fjarskiptafélögin á undanförnum árum. „Við erum að holufylla og bæta svona staði. Við viljum auðvitað að fólk geti hringt eftir aðstoð. Þú getur bara ímyndað þér að keyra út af í hálku og vitlausu veðri, þá labbar þú ekki fimm kílómetra eftir símasambandi.“Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/ErnirÞórhallur segir þetta eitt af mörgum verkefnum sem unnið hafi verið að um nokkra hríð í samvinnu við marga aðila. Að mörgu sé þó að huga. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að bæta úr þannig að þessi dauðu svæði minnki. Það voru tvö slys þarna í fyrra og það er óþægilegt. Þú getur ímyndað þér að keyra með einhverjum sem fær heilablóðfall og þú þarft að keyra nokkra kílómetra til að ná símasambandi. Þetta er líka vont fyrir lögreglu og sjúkraflutningamenn að vera ekki í tetrasambandi á svæðinu. Það eru nokkrir svona staðir á landinu og við höfum verið að pilla út einn og einn. En við höfum ekki óendanleg fjárráð í þetta og erum að forgangsraða.“ Þórhallur segir þó að miðað við það sem gengur og gerist séu Íslendingar mun betur settir en flestar þjóðir hvað þetta varðar. Varðandi kaflann á Snæfellsnesi segir Þórhallur málið viðkvæmt og ganga þurfi frá öllum leyfum. Um sé þó að ræða jörð í eigu ríkisins svo það ætti ekki að vera vandamál. „Það kostar heilmikinn pening. Þegar menn byrjuðu á þessari gsm-væðingu fóru þeir á staði sem voru fyrir með rafmagn en voru ekki endilega að velja staðina með tilliti til þessara þarfa sem við erum með til að ná sem bestri dekkun í gsm. Það þarf að draga niður rafstreng, koma ljósleiðara að, byggja hús og mastur og þetta kostar allt sitt.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira